278. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 18. desember 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Benjamín Örn Davíðsson, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Sigurgeir B. Hreinsson boðaði óvænt forföll.
Dagskrá:
1. Kaupangur - Inga Bára Ragnarsdóttir - umsókn um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús - 1711039
Erindi þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir aðstöðu hestaleigu. Í erindinu felst að óskað er eftir endurnýjaðri heimild fyrir þá aðstöðu sem nú er fyrir hendi hjá rekstraraðilanum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt stöðuleyfi til 31. desember 2019 í samræmi við umsókn sína.
2. Ytri-Hóll - Ósk um heimild til að skipta íbúðarhúsi og landspildu út úr landi Ytri-Hóls - 1712009
Erindi þar sem óskað er eftir tilteknum skiptum á jörðinni Ytri Hóli 2. Skipulagsfulltrúi hefur upplýst að í erindinu felist að afmörkuð verði sér spilda eða lóð fyrir öllum útihúsum nema gömlu fjósi og hlöðu, svo sem sýnt er á uppdrætti. Ennfremur að skipt verði út gömlu íbúðarhúsi og síðast landspildu vestan þjóðvegar, sem afmarkast að sunnanverðu við landamerki Þverár, Eyjafjarðaá að vestan og við landamerki Ytra Hóls 1 að norðan. Að austan er ný lína, sbr. hnitsettan uppdrátt sem fylgir erindinu og er hluti þess.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með því skilyrði að umferðarréttur skal fylgja að spildunni vestan vegar um land núverandi Ytri Hóls 2. Umsækjendur skulu velja spildunum nöfn og leggja fyrir skipulagsnefnd fyrir næsta fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd tekur með afgreiðslu sinni ekki afstöðu til landamerkja við aðliggjandi jarðir.
3. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Fyrir fundinn voru lagðar innkomnar athugsemdir við tillögu að aðalskipulagi. Ekki er búið ljúka við yfirferð þeirra. Er frekari vinnu við málið frestað þar til síðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15