66. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 30. nóv. 2006 kl. 20.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Erindi dags. 29. nóv. 2006 frá Pacta f. h. Rögnvaldar Símonarsonar og Kirstenar Godsk um að skipta 8.4 ha. landspildu út úr jörðinni Björk og leysa hana úr landbúnaðarnotkun. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. í okt. 2006.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
2. Erindi dags. 30. nóv. 2006 frá Pacta f. h. Elísabetar Sigurðardóttur og Gests Júlíussonar um að skipta 170 ha. landspildu út úr jörðinni Jórunnarstöðum og leysa hana úr landbúnaðarnotkun.
Nefndin leggst ekki gegn samþykkt erindisins, en lýsir þeirri skoðun sinni að æskilegt sé að landið verði áfram í landbúnaðarnotkun.
3. Athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, athugasemdir D-1, D-2, E-7, E-8 og E-9.
Fyrir liggur eftirfarandi yfirlýsing frá Emiliu Baldursdóttir, sem borist hefur í rafpósti dags. 29. nóv. 2006:
"ég lýsi mig vanhæfa til að fjalla um lið D-2 í athugasemdum við Aðalskipulag og vík sæti við þá afgreiðslu. þar sem komið hafa fram athugasemdir við hæfi mitt til að fjalla um lið D-1 og E-7 (og þá E-8 og E-9) kýs ég einnig að víkja sæti við afgreiðslu þeirra liða þótt þar sé um að ræða almenn atriði er varða stefnumótun í byggðarþróun Eyjafjarðarsveitar en ekki mína einkahagsmuni. ég kalla til varamann til setu í nefndinni við afgreiðslu þessara liða á fundi skipulagsnefndar fimmtudaginn 30. nóvember." Arnar árnason tekur sæti Emiliu.
D-1 áskorun 10 íbúa í Eyjafjarðarsveit um að hugmyndum um íbúðarsvæði á Staðarbyggð umfram þegar samþykkt deiliskipulag verði hafnað.
Nefndin telur ekki ástæðu til að taka athugasemdina til greina enda hefur þegar átt sér stað nokkur þétting byggðar á svæðinu. þá hafa ekki borist athugasemdir við skipulagstillöguna frá þeim sem stunda búrekstur á aðal þéttingarsvæðinu.
D-2 áskorun 10 íbúa í Eyjafjarðarsveit um að vegslóði á bakka þverár ytri verði ekki aðkomuleið að efra frístundasvæðinu í landi þverár heldur verði tengingin í gegnum neðsta orlofssvæðið á þverá og síðan áfram á merkjum þverár og Höskuldsstaða. Einnig að efra orlofssvæðið í landi þverár teygi sig ekki norður í tunguna, sem þar hefur orðið til vegna legu árinnar.
Nefndin leggur til að tekið verði tillit til athugasemdar varðandi vegtengingu frístundasvæðisins um bakka þverár, enda ástæða til að vernda árgilið og næsta nágrenni þess. Samráð verði haft við eiganda þverár um aðra vegtengingu. á sömu forsendum telur nefndin ástæðu til að orlofsbyggð verði ekki skipulög nær gilbarminum en fimmtíu metra.
E-7 Tillaga um að skilgreiningum á fjarlægðarmörkum sbr. bls. 29 í greinargerð 1 með skipulagstillögunni verði breytt. Undirrituð af 13 íbúum í Eyjafjarðarsveit.
Nefndin leggur til að athugasamdin verði samþykkt enda verði greininni "möguleg frávik" breytt og hljóði hún þannig: "Sveitarstjórn getur ákveðið fjarlægðarmörkin önnur en að framan greinir ef sérstakar aðstæður mæla með því svo sem landslag eða aðrir staðhættir."
E-8 Tillaga um sömu breytingu og E-7, Anita Jónsdótir og Sigurður Magnússon, Syðra-Laugalandi.
Athugasemdin verði tekin til greina sbr. E-7.
E-9 Tillaga að sömu breytingu og E-7, Rögnvaldur Símonarson og Kirsten Godsk, Björk.
Athugasemdin verði tekin til greina sbr. E-7.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15.