Skipulagsnefnd

275. fundur 07. nóvember 2017 kl. 11:36 - 11:36 Eldri-fundur

275. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 6. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands - 1711002
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins til upplýsingaöflunar.

2. Vökuland II - Beiðni um breytingu á lóðamörkum - 1711003
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

3. Ósk um leyfi til að stofna lóð úr landi Holtsels - 1711004
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda sé veitt heimild til að vinna deiliskipulag af lóðinni í samræmi við umsókn, enda eru heimildir til byggingar íbúðarhúsnæðis án deiliskipulags í landi Holtsels fullnýttar.

4. Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða - 1711006
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og leggur til við sveitarstjórn að umsækjendur verði beðnir að leggja fram hnitsetta afstöðumynd þar sem fram kemur aðkoma að húsi og fjarlægðir frá mannvirkjum í næsta nágrenni, sem og að umsækjandi afli álits Skipulagsstofnunar á matsskyldu áformanna í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um mat á mat umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2006.

5. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Lagt fram til kynningar.

6. Brúnalaug - Ósk um leyfi til að lengja gróðurhús - 1711007
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

7. Beiðni um leyfi til að setja nýja rotþró á lóð Austurbergs landnr. 152839 - 1710017
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi þá fyrir samþykki landeiganda fyrir staðsetningu siturlagnar.

8. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

9. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Rætt um efnistök og verklag. Afgreiðslu frestað til aukafundar n.k. mánudag.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

Getum við bætt efni síðunnar?