272. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 4. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597 - 1709001
Fyrir fundinum liggur erindi ásamt yfirlitsmynd um fyrirhugaða byggingarframkvæmd. Með erindin er óskað eftir því að fá að byggja nánartilgreind mannvirki í landi Fífilgerðis.
Skipulagsnefnd fellst að heimila fyrirhugaðar byggingar, að gefnu því skilyrði að umsækjandi skili hnitsettri afstöðumynd til skipulagsfulltrúa. Þá er samþykki skipulagsnefnar háð því skilyrði að tryggð verði aðkoma frá núverandi heimreið að Fífilgerði 2 og ekki verði gerð ný tenging við Leifstaðaveg.
2. Lóð í landi Fellshlíðar - 1708006
Málið hlaut fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn á 499. fundi þann 17. ágúst 2017, með þeirri áréttingu að spildunni skuli fundið nafn. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsækjandi hafi valið spildunni nafnið Stallur.
3. Fundardagar sveitarstjórnar og skipulagsnefndar haust 2017 og fyrsti fundur jan 2018 - 1708016
Áætlun um reglulega fundardaga fram til 15. janúar 2018. Fundardagar taka mið af áætlun funda sveitarstjórnar á sama tímabili. Fyrirliggjandi áætlun samþykkt.
4. Víðigerði - Ósk um að fá að taka af landi undir afmarkaða aðkeyrslu - 1708020
Í erindi málshefjanda felst að skipta spildunni út með það að augnamiði að skapa aðkomu að frístundalóðum úr landi Víðigerðis.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Skipulagsnefnd telur heppilegt að í framhaldinu verði umrædd landræma hluti af lóðum 1 og 2 og með kvöð um aðkomu að lóð nr. 3.
5. Háaborg - Ósk um leyfi fyrir byggingu á atvinnuhúsi - 1708024
Ekki er stofnað til fyrirhugaðrar húsbyggingar sem frístundahúss eða sjálfstæðrar fasteignar, sem verði afmarkað land ásamt mannvirkjum. Eignin verður því mannvirki á jörðinni Háuborg. Með þeirri áréttingu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40