271. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 28. ágúst 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Benjamín Örn Davíðsson, varamaður, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
Aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson boðaði óvænt forföll skömmu fyrir fund. Ekki var svigrúm fyrir boðun varamanns. Fundurinn er þrátt fyrir það ályktunarbær.
1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Fram haldið vinnu við aðalskipulag. Farið yfir helstu atriði greinargerðar eins og þau liggja nú fyrir og unnið með þau. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur ætlar að ganga frá greinargerð í samræmi við vinnu sem fram fór á fundinum. Greinargerðardrög verða eftir það tilbúin til kynningar fyrir sveitarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00