Skipulagsnefnd

61. fundur 11. desember 2006 kl. 21:32 - 21:32 Eldri-fundur

61. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 3. okt. 2006 kl. 17.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og  Bjarni Kristjánsson, sveitartjóri, sem skráði fundargerð.

þá mættu á fundinn til umræðu undir 1. lið dagskrárinnar Sonja Björk Elíasdóttir, fulltrúi eigenda ölduhverfis, Einar Stefánsson, verkfræðingur og Ragnheiður Skarphéðinsdóttir, arkitekt.



1. Skipulag ölduhverfis (Kroppur).

Aðilar skiptust á skoðunum um skipulag hverfisins og voru umræður hinar gagnlegustu.


2. Tillaga að mótun heildarstefnu um verndun og/eða nýtingu alls fjöru- og leirusvæðisins innan marka Eyjafjarðarsveitar.

Emilia Baldursdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að umhverfisnefnd verði falið í samráði við fulltrúa sveitarinnar í óshólmanefnd að móta tillögur að heildarstefnu um verndun og/eða nýtingu alls fjöru- og leirusvæðis innan marka Eyjafjarðarsveitar. Taki þær til leyfilegrar byggðar, efnistöku, umferðar og verndunar sbr. ábendingu frá Skipulagsstofnun dags. 27. maí 2005. þar bendir stofnunin á að uppfylling vegna fyrirhugaðrar Fjörubyggðar gæti haft umtalsverð áhrif á fuglalíf í nágrenninu og hvetur til þess að mörkuð verði stefna um nýtingu þessa svæðis í heild (bls. 45 í Greinargerð I með Aðalskipulagi 2005-2025)."

Nefndin frestar afgreiðslu málsins.


3. Erindi Hverfisfélags Brúnahlíðar, vísað til skipulagsnefndar á 306. fundi sveitarstjórnar.

í bókun sveitarstjórnar er því beint til formanns skipulagsnefndar að boða til fundar með stjórn Hverfisfélagsins og lögmanni sveitarfélagsins, Arnari Sigfússyni. Nefndin mun boða til þessa fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.25

Getum við bætt efni síðunnar?