Skipulagsnefnd

268. fundur 08. júní 2017 kl. 10:20 - 10:20 Eldri-fundur

 

268. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 7. júní 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. Umhverfisstofnun - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í Glerárdal - 1705021
Málið lagt fram til kynningar.

2. Akur - Umsókn um viðbyggingu við fjós - 1706001
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, í samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt.

3. Umsókn um stækkun lóðar og breytingu í eignarlóð úr landi Ytra-Hóls II, Berjaklöpp - 1703007
Fyrir fundinum lá samþykkt landamerkjalýsing. Skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðar fyrir Berjaklöpp samkvæmt erindi frá 25.2.2017 sem frestað var á 259. fundi nefndarinnar þann 13.3.sl.

4. Skipulagsmál í Kaupangi, breyting íbúðabyggðar - 1704013
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og ákvað jafnframt að fara í vettvangskönnun á það svæði sem heyrir undir málið.

5. Deiliskipulag Stokkahlöðum - 1706002
Þar sem ekki hefur verið óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar er erindinu hafnað. Jafnframt er umsækjanda bent á að hægt er að senda inn erindi og skipulagslýsingu í samræmi við 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga.

6. Sýsl.m. á Norðurl.eys. - Afgreiðsla umsókna skv. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1705009
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar gerði svohljóðandi bókun á 497. fundi sínum þann 24. maí 2017: "Sveitarstjórn óskar eftir því við Sýslumanninn Norðurlandi eystra að hann leyti umsagna hjá viðkomandi umsagnaraðilum, eins og var í gildistíð eldri reglna." Bókun þessi er kynnt skipulagsnefnd.
Erindið lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?