265. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. maí 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Ósk um leyfi til að stofna lóð f. íbúðarhús úr landi Holtssels. - 1704014
Erindi frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Egilsdóttur um stofnun lóðar um íbúðarhús í Holtseli. Erindinu var áður frestað.
Lögð hafa verið fram frekari gögn og tölvupóstur frá umsækjendum þar sem kemur fram að auk beiðni um að stofnuð verði lóð fyrir íbúðarhús úr landi Holtsels, þá sé það ósk umsækjenda að lóðin fái heitið Holtsel 2.
Erindið samþykkt.
2. Hafdals gistiheimili - Umsögn óskast vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1705002
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en tekur ekki afstöðu til atriða sem heyra undir aðra umsagnaraðila.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30