261. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 3. apríl 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Vigfús Björnsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Gísli Brjánn Úlfarsson - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr Brekkutröð 1 - 1703008
Umsókn felur í sér óverulegar breytingar á deiliskipulagi, að mati skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
2. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Nefndin fór yfir greinargerð umsækjanda sem liggur fyrir í gögnum málsins og ræddi það ítarlega.
Hvorki fyrirhuguð framkvæmd né núverandi húsbygging sem á spildunni stendur falla að gildandi fjarlægðarreglum. Eins og hér stendur á liggur hitt þó fyrir að núverandi sumarhús hefur staðið um áratugaskeið. Verndarhagsmunir fjarlægðrarreglna eru margvíslegir og lúta meðal annars að umferðarrétti almennings, umferðaröryggi að ógleymdum eignar- og afnotaréttindum aðliggjandi eigna.
Ákveðið er að fresta málinu og kalla eftir sjónarmiðum Veiðifélags Eyjafjarðarár og Vegagerðarinnar vegna málsins. Málið verði tekið fyrir að nýju þegar sjónarmið liggja fyrir.
3. Vilberg Jónsson - Umsókn um stofnun lóðar í landi Kommu - 1703006
Umsækjandi óskar eftir að stofnuð verði lóð úr landi Kommu samkvæmt hnitsettri teikningu, hverri á stendur sumarhús. Lóðin skuli fá nafnið Býlið og aðkoma að lóðinni verði um Kommu land.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
4. Ásar 601 ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1703019
Málinu frestað til frekari gagnaöflunar.
5. Gullbrekka - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á fjósi - 1703034
Fyrir liggur erindi eigenda Gullbrekku um heimild til að reisa viðbyggingu norðan við núverandi fjóshlöðu í Gullbrekku samhliða öðrum breytingum á fjósinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
6. Akur - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Akurs 152-556 - 1703033
Sótt er um stofnun lóðar úr landi Akurs, fyrir íbúðarhús og lóðin fái heitið Akur 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
7. Ytra-Gil - Beiðni um sandtöku úr Eyjafjarðará til eigin nota - 1610029
Skipulagsnefnd yfirfór erindi umsækjanda ásamt umsögn Fiskistofu dags. 7. mars 2017, sem leggst ekki gegn efnistöku.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að skrifstofu verði falið að gefa úr framkvæmdaleyfi.
8. Rifkelsstaðir 1 og 2, skiptayfirlýsing - 1703043
Skipulagsnefnd yfirfór gögn málsins, þar með talið drög að skiptayfirlýsingu þar sem koma fram kvaðir um umferðarrétt, sem skipulagsnefnd telur nauðsynlegar. Er þar gert ráð fyrir sameiginlegum umferðarrétti um heimreiðar að íbúðarhúsum og um vegslóða, sem gerðir hafa verið til nýtingar túna og malarnáms.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, með þeim fyrirvara að ekki sé tekin afstaða til landamerkja aðliggjandi jarða.
9. Akureyrarkaupstaður - Beiðni um umsögn við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - 1703014
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið tillögu að aðalskipulaginu.
Rætt um áhrif fyrirhugaðra skipulagsbreytinga fyrir þá sem sækja verslun og þjónustu til Akureyrar.
Ennfremur skoðað hvernig veitumannvirki og samgöngumannvirki ríma við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar.
Umsagnarfrestur er til 20. apríl.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsstjóra verði falið að skila umsögn um aðalskipulagsdrögin í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55