259. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Vigfús Björnsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.
Dagskrá:
1. Umsókn um stækkun lóðar og breytingu í eignarlóð úr landi Ytra-Hóls II, Berjaklöpp - 1703007
Í gögnum málsins er ekki fyrirliggjandi staðfesting á landamerkjum að norðan við Ytri Hól 1. Skipulagsnefnd leggur fyrir umsækjendur að leggja fyrir fullnægjandi gögn um landamerkin. Afgreiðslu málsins frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
2. Gísli Brjánn Úlfarsson - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr Brekkutröð 1 - 1703008
Afgreiðslu frestað.
3. Öngulsstaðir 3 - breyting á útlínum lóðar - 1612036
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
4. Umsókn um malarnám við Torfur - 1703013
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindið.
5. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Borist hefur fyrirspurn frá Sigfríði Angantýsdóttur vegna skipulags og matslýsingar Tjarnavirkjunar.Erindinu er vísað til framkvæmdaaðila.Óskað er eftir svörum vegna fyrirspurnarinnar.
6. Norðurorka hf - Pípubrú yfir Eyjafjarðará og tengdar framkvæmdir - 1702017
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
7. Eyrarland 3, breyting á lóðarmörkum - 1703012
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
8. Akureyrarkaupstaður - Beiðni um umsögn við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - 1703014
Erindið er móttekið og verður svarað fyrir tilskilinn frest.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.50