Skipulagsnefnd

258. fundur 01. mars 2017 kl. 11:26 - 11:26 Eldri-fundur

258. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 27. febrúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ómar Ívarsson og Vigfús Björnsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.

Jón Stefánsson, oddviti, sem boðaður var í forföllum Jóhannesar Ævars boðaði lögmæt forföll með skömmum fyrirvara.
Dagskrá:

1. 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir. - 1607013
Rarik ohf sendi inn erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Eyjafjarðarsveitar við tillögu að lagnaleið 33 kV háspennustrengslögn í gegnum sveitarfélagið vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal.
Skipulagsnefnd bókaði á 255. fundi sínum ábendingu um að fyrirhuguð línuleið lægi í gegnum svæði sem skipulagt hefði verið, m.a. sem íbúðabyggð, og kalla þyrfti eftir frekari gögnum og sjónarmiðum.

Rarik Ohf. hefur sent inn frekari lýsingu á verkefninu og fyrirhugaðri framkvæmd. Meðal þess sem þar kemur fram er að tæknileg atriði mæla með fyrirhugaðri lagnaleið. Ennfremur að komi til þess að færa þurfi línustæðið vegna skipulags á svæðinu, muni RARIK gera það á sinn kostnað.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lagnaleiðin verði samþykkt með því skilyrði að Rarik muni sjá um færslu strengs á sinn kostnað ef í ljós kemur síðar að strengurinn hamlar uppbyggingu skv. skipulagi. RARIK semji við landeigendur sem málið snertir að öðru leiti um heimild til að leggja strenginn um land þeirra.

2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Vinnufundur þar sem farið var yfir flokka sem tilheyra landnotkunarflokkum atvinnusvæða og frístundabyggða, auk þess sem rætt var um fjarlægðarmörk sem tilheyra landnotkunarflokkum vegna vinnu við aðalskipulag 2018-2030.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?