257. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 20. febrúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Vigfús Björnsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.
Dagskrá:
1. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 846. fundar - 1702001
Sjá 7. lið fundargerðar sambandsins.
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðvegar í Samkomugerði I og efnistöku úr Rauðhúsanámu - 1611022
Umsókn Hestamannafélagsins Funa um framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðvegar í Samkomugerði I í Eyjafjarðarsveit. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að framkvæmdaraðili hafi samráð við Vegagerðina um legu reiðvegar þar sem hann liggur næst Eyjafjarðarbraut vestari (vegur 821).
3. Norðurorka hf - Hitastigulsboranir í Eyjafirði, umsókn um framkvæmdaleyfi - 1702015
Umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi vegna hitastigulsborana í Eyjafirði. Umsókn er samþykkt.
4. Efnisnáma, grjótnáma í Hvammi - Framkvæmdaleyfi - 1702008
Umsókn Harðar Snorrasonar fh. Heimavalla um sýnatöku úr fyrirhugaðri efnisnámu í Hvammi. Umsókn er samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10