255. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 30. janúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Vigfús Björnsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.
Dagskrá:
1. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1701018
Lagt fram til kynningar, gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. Hjálparsveitin Dalbjörg - Beiðni um nafnabreytingu á húsnæði Dalbjargar - 1701016
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
3. 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir. - 1607013
Skipulagsnefnd bendir á að skipulagt hefur verið íbúðasvæði í Fjörubyggð samkvæmt aðalskipulagi, IS5, IS7, OS8 og fleira. Hætt er við að fyrirhuguð strengleið takmarki skipulags- og nýtingarmöguleika á íbúðasvæðinu, þar sem strengurinn liggur gegnum það og nágrenni, næst sunnan þjóðvegar 1. Þá eru veitumannvirki á svæðinu. Skipulagsnefnd óskar eftir að Rarik geri ítarlegri grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og áhrifum hennar og höfð verði hliðsjón af gildandi skipulagi og öðrum þáttum á áhrifasvæði framkvæmdarinnar.
Með vísan til ofanritaðs er frekari umfjöllun um málið frestað þar til ítarlegri gögn liggja fyrir.
4. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Ákveðið að fresta afgreiðslu erindisins og kalla eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
5. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - 1603035
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00