Skipulagsnefnd

253. fundur 16. janúar 2017 kl. 11:54 - 11:54 Eldri-fundur

253. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 9. janúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilað að halda áfram vinnu við gerð tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að í skipulagstillögu verði sýnt fram á að við alla hönnun og framkvæmd verði tryggt að lífríki Eyjafjarðarár verði ekki ógnað og sérstök rækt verði lögð við að vernda viðkomuskilyrði bleikju.

2. Öngulsstaðir 3 - breyting á útlínum lóðar - 1612036
Skipulagsnefnd samþykkir annarsvegar stofnun lóðar úr landi Öngulsstaða 3 og hins vegar breytt lóðarmörk Öngulsstaða 3 og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Skipulagsnefnd vekur athygli á að þess verði gætt að breytingin feli ekki í sér takmörkun á möguleikum til aðgengis eða nýtingar mannvirkja á spildum sem málið snertir.

3. Svalbarðsstrandarhreppur - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 - 1701005
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg á milli Akureyrar og Svalbarðsstrandarhrepps innan landsvæðis Eyjafjarðarsveitar í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?