Skipulagsnefnd

55. fundur 11. desember 2006 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur

55 fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 3. júlí  2006 kl. 17.00.
Mættir voru Arnar árnason, Emilia Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.

1. Helstu forsendur fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili við endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 og hver staða þeirrar endurskoðunar er.


2. Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna Svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Skipulagsnefndin leggur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að kölluð verði saman samvinnunefnd um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar sbr. tilmæli í erindi Skipulagsstofnunar frá 27. apríl 2006.


3. Auglýsing á tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit.

þrátt fyrir bókun sbr. 2. tl. leggur nefndin til að sveitarstjórn stefni að því að skipulagstillagan verði auglýst í byrjun ágúst n. k. enda verði á sama tíma auglýst samsvarandi breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Jafnframt beinir nefndin því til sveitarstjórnar að hún beiti sér fyrir opinni kynningu til almennings á skipulagstillögunni meðan á auglýsingaferlinu stendur.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.25.

Getum við bætt efni síðunnar?