Skipulagsnefnd

54. fundur 11. desember 2006 kl. 21:27 - 21:27 Eldri-fundur

54. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 1. júní 2006 kl. 17.15.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.


1. Erindi Bergsteins Gíslasonar, dags. 11. maí 2006 um deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Leifsstaða.
Erindinu fylgir uppdráttur í mælik. 1:1000 dags. 20. apríl 2006 og greinargerð, þar sem settir eru fram skipulagsskilmálar fyrir skipulagssvæðið, sem er ca. 13 ha. á svæðinu er gert ráð fyrir samtals 47 íbúðum. Nefndin leggur til að tillögunni verði hafnað þar sem hún er ekki í samræmi við hugmyndir að reglum að íbúðarbyggð á þessu svæði eins og þær eru settar fram í greinargerð með tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Má þar nefna hámarksfjölda húsa í klasa og fjarlægðir milli klasanna. þessar hugmyndir hafa þegar verið kynntar landeiganda m. a. á óformlegum fundi með formanni skipulagsnefndar þar sem umsækjandi lýsti vilja sínum til að laga tillöguna að fyrrnefndum forsendum. þrátt fyrir það hefur umsækjandi ekki lagt inn tillögu, sem uppfyllir þær.


2. Erindi Norðlenskra aðalverktaka dags. 25. apríl 2006.
Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi nefndarinnar hinn 8. maí s. l. og sveitarstjóra falið að afla upplýsinga hjá byggingarfulltrúa um aðstæður í grunni lóðarinnar nr. 4 við Hjallatröð. í erindinu er farið fram á afslátt af gatnagerðargjaldi vegna mikils útgraftar og fyllingar í grunn umfram það sem almennt getur talist, en dýpt reyndis yfir 5 m. Nefndin leggur til að veittur verði 500 þús. kr. afsláttur af gatnagerðargjaldi vegna þessa.


3. Erindi Lögfræðiþjónustunnar f. h. Baldurs á. Haukssonar, dags. 19. maí 2006, vegna deiliskipulags á lóð Arnarholts í Leifsstaðabrúnum.
Skipulag umræddrar lóðar var tekið til afgreiðslu á fundi nefndarinnar 12. feb. 2006 og þá samþykkti hún að mæla með því að leyfð yrði bygging 4 frístundahúsa á lóðinni en ekki 6 eins og óskað var eftir af hálfu landeigandans. þeirri ákvörðun var mótmælt af Lögfræðiþjónustunni með bréfi dags. 29. mars 2006. Svar sveitarstjóra við því bréfi var til kynningar á fundi nefndarinnar 8. maí s. l. og fyrri afgreiðsla þá ítrekuð.  í fyrirliggjandi erindi er farið fram á að leyfð verði bygging 5 húsa á lóðinni. Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað og ítrekar fyrri afstöðu sína í málinu sem felst í því að einungis fjögur hús verði byggð á lóðinni.


4. Erindi Björs Einarssonar og Margrétar árnadóttur, dags. 16. maí 2006.
Bréfritarar eru eigendur Signýjarstaða, sem er spilda úr landi Bjarkar, vestan þjóðvegar. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi spildunnar sem frístundasvæðis, en afgreiðsla hennar hefur dregist vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. í erindinu er farið fram á leyfi til að gera veg inn á spilduna og  bílastæði neðan veggirðingarinnar. Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu vegna fyrir-hugaðs skipulagssvæðis. Að höfðu samráði við Skipulagsstofnun telur nefndin sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.

Getum við bætt efni síðunnar?