53. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 8. maí 2006 kl. 17.00.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.
1. Athugasemd við auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístunda-byggðar í landi þverár I frá ábúendum Reinar I, dags. 27. apríl 2006.
Auglýstri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar er mótmælt á þeim forsendum að hún leiði til of mikillar nálægðar við íbúðarbyggðina sunnan skipulagssvæðisins. Eigendurnir minna jafnframt á að þeir hafi á sínum tíma mótmælt umræddri byggð á sömu forsendum og að tillit hafi verið tekið til mótmælanna að verulegu leyti. þeir benda einnig á, að þótt eigandi frístundalandsins hafi tekið þá ákvörðun að nýta ekki þann byggingarrétt, sem þeir hafa skv. gildandi skipulagi, þ. e. að byggja einungis á annari hvorri lóð í efri húsaröðinni, geti það ekki lagt þær skyldur á herðar skipulagsyfirvalda að breyta áður samþykktu skipulagi. þeir sjái ekki heldur hvaða rök séu fyrir því að taka hagsmuni þverárgolfs fram yfir sína í þessu mál ekki síst vegna þess að eigandinn eigi enn ónýttan byggingarrétt eins og áður hefur komið fram.
þrátt fyrir þessi andmæli mælir skipulagsnefnd með að tillagan verði samþykkt. Rökin eru þau að fjarlægð frá landmerkjum er meiri en 50 m og fjarlægð milli íbúðarhússins að Rein I og nýs byggingarreits á frístundasvæðinu að þverá er yfir 100 m. þetta eru þau fjarlægðarmörk, sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit.
2. Athugasemd við auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístunda-byggðar í landi þverár I undirrituð af 25 einstaklingum.
Auglýstri breytingu er í meginatriðum andmælt á sömu forsendum og fram koma í erindi eigenda Reinar I sbr. 1. tl. þeir undirstrika jafnframt þá skoðun sína að skammtímahagsmunir "einstakra jarðeigenda í dag eigi ekki að ráða skipulagsmálum sveitarfélagsins til framtíðar." þá benda þeir á í niðurlagi erindis síns að Eyjafjarðarsveit sé enn talin með blómlegustu landbúnaðarsvæðum landsins og "til þess að búseta hér verði áfram lífvænleg og ánægjuleg fyrir bændur og aðra sem kjósa að búa í dreifbýli í friði og nánum tengslum við náttúruna verður með reglugerð að koma í veg fyrir augljós tilefni árekstra milli nágranna vegna of mikillar nálægðar ólíkra hagsmuna og lífsgilda."
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað með sömu rökum og gilda um afgreiðsli 1. tl.
3. Erindi Lögfræðiþjónustunnar dags. 29. mars 2006 varðandi frístundabyggð á lóð (Arnarholt) úr landi Leifsstaða og svar sveitarstjóra dags. 18. apríl 2006.
í erindi Lögþjónustunnar er mótmælt þeirri ákvörðun að heimila einungis byggingu 4 frístundahúsa á umræddri lóð en ekki 6 eins og farið er fram á í beiðni landeiganda dags. 12. feb. 2006, sem afgreidd var á 50. fundi skipulagsnefndar hinn 27. feb. í erindinu er jafnfram óskað svara við tilteknum atriðum og er þeim svarað í bréfi sveitarstjóra dags. 18. apríl s. l.
Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu sína og telur erindið ekki efni til frekari umræðu.
4. Erindi Norðlenskra aðalverktaka ehf. dags. 25. apríl 2006.
í erindinu er farið fram á afslátt af gatnagerðargjaldi vegna mikils kostnaðar við gröft og fyllingu í lóðina nr. 4 við Hjallatröð.
Nefndin leggur til að erindinu verði frestað og felur hún sveitarstjóra að afla nánari gangan frá byggingarfulltrúa og byggingarstjóra.
5. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku, fyrirspurn sveitarstjóra til lögfræðings Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 6. apríl 2006 og svar dags. 12. apríl 2006.
Nefndin telur fyllstu ástæðu til að nánar sé kannað með hvaða hætti megi setja skilyrði fyrir efnistöku á svæðum þar sem framkvæmdaleyfis verður ekki krafist sbr. lög um náttúruvernd (þar sem námurnar eru eldri en lögin taka til). Nefndin mun taka málið til frekari umfjöllunar áður en nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið verður afgreitt til auglýsingar.
6. Erindi Ingva Stefánssonar, dags. 27. apríl 2006 um leyfi til að leggja frárennslislögn frá svínabúinu í Teigi yfir Eyjafjarðará að haugtanki, sem fyrirhugað er að byggja á austurbakka árinnar í landi þverár.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisns og felur sveitarstjóra að kynna það heilbrigðisfulltrúa. Jafnframt verði leitað umsagnar Veiðifélags Eyjafjarðarár.
7. Erindi Jóns Bergs Arasonar, þverá, dags. 5. maí 2006, um leyfi til að byggja haugtank fyrir svínaskít í landi jarðarinnar á austurbakka Eyjafjarðarár.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til erindi sbr. 7. tl. verður tekið aftur til afgreiðslu.
8. Erindi Harðar Guðmundssonar og Sólveigar Haraldsdóttur, dags. 30. apríl 2006 um leyfi til að byggja fjós á Svertingsstöðum II.
Meðfylgjandi eru yfirlits- og afstöðumyndir dags. í apríl 2006.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
9. Erindi Gunnbjarnar Ketilssonar dags. 28. apríl um leyfi til að byggja fjós og haugtank á Finnastöðum.
Meðfylgjandi eru yfirlits- og afstöðumyndir dags. í apríl 2006.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt enda berist yfirlýsing frá eiganda jarðarinnar um að hann heimili framkvæmdina.
10. Erindi Nielsar Helgasonar og Sveinbjargar Helgadóttur, dags. 2. maí 2006 um leyfi til að byggja fjós og haugtank að Torfum.
Meðfylgjandi eru yfirlits- og afstöðumyndir dags. í apríl 2006.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
11. Erindi Bjarkeyjar Sigurðardóttur, Gröf, dags. 7. maí 2006, um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð úr jörðinni.
Erindinu fylgir uppdráttur og leigusamningur.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um afstöðu umsagnaraðila sbr. kafla 4.5. í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
12. Erindi Ingvars Björnssonar, Hafnarstræti 24, Ak. um nöfn á húsum (lóðum).
Um er að ræða tvær lóðir úr landi Leifsstaða. Lóðirnar eru ekki hluti af öðru skipulagssvæði og tengjast Knarrarbergsvegi án götu innan skipulagsreitsins. Nöfnin eru Espigerði og Lundur.
Nefndin leggur til að nafnið Espigerði verði samþykkt en nafninu Lundur hafnað þar sem það nafn finnst innan sama póstnúmers.
13. Erindi Arnar Viðars Birgissonar f. h. reiðveganefndar Léttis, dags. 18. apríl 2006 um leyfi til að byggja rétt við reiðleið í landi Munkaþverár norðan Miðbrautar.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.