Skipulagsnefnd

249. fundur 09. nóvember 2016 kl. 15:43 - 15:43 Eldri-fundur

249. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 7. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Sigurgeir Hreinsson boðaði forföll, Emilía Baldursdóttir varamaður átti ekki kost á að mæta.
Dagskrá:

1. Daggir ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar, nýtt leyfi - 1610021
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu leyfis til heimagistingar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

2. Syðri-Varðgjá, lóð nr. 4 - Umsókn um nafnabreytingu - 1611005
Sótt er um leyfi til að breyta nafni lóðar nr. 4 úr landi Syðri- Varðgjár og lóðin heiti eftirleiðis "Stekkjarlækur".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun - 1510035
Farið yfir stöðu verkefnisins og verkefnin framundan.

5. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Farið yfir innkomnar umsagnir. Enn vantar umsögn frá Fiskistofu. Innkomum umsögnum hefur verið vísað til skipulagsráðgjafa umsækjanda.

Teknir saman minnispunktar í minnisblað til frekari úrvinnslu málsins.

Málinu frestað til frekari umfjöllunar fram að næsta reglulega fundi skipulagsnefndar.

3. Kynning á drögum að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri - 1611007
Liðurinn gefur ekki tilefni til athugasemda.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?