248. fundur haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 17. október 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Ómar Ívarsson embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson Ritari.
Dagskrá:
1. Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes - 1609016
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna hæfisreglna.
Tekið fyrir erindi Maríu Pálsdóttur þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi umsækjanda til hluta lóðar sinnar, næst norðan við lóð Kristnesspítala, undir bílastæði, vegna mögulegrar uppbyggingar hluta húsa Sjúkrahússins á Akureyri. Skipulagsnefnd fjallar um skipulagshluta erindisins.
Fyrirliggjandi afstöðumynd með kaupsamningi gerir ráð fyrir þjónustuhúsi á umræddum lóðarhluta. Þá gilda kvaðir um nýtingu landspildu sveitarfélagsins, sem skal vera fyrir húsnæði fyrir aldraða og tilheyrandi þjónustubygginga.
Að mati skipulagsnefndar er ekki hægt að verða við erindinu nema samningurinn um spilduna verði tekin upp í heild sinni og erindinu því vísað til sveitarstjórnar.
2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Gestir
Halldóra Magnúsdóttir - 15:25
Kristín Kolbeinsdóttir - 15:25
Á fundinum voru til umfjöllunar drög að skipulags- og matslýsingu fyrir vinnu við Aðalskipulag 2018-2030.
Auk þeirra nefndarmanna sem eru aðalmenn í sveitarstjórn, komu á fund nefndarinnar Halldóra Magnúsdóttir og Kristín Kolbeinsdóttir aðalmenn úr sveitarstjórn.
Eftir umræður viku Halldóra og Kristín af fundi kl. 16:25.
Áherslur ræddar í nefndinni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leggja fram lýsinguna með óverulegum breytingum sem ræddar voru á fundinum í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40