51. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 7. mars 2006 kl. 17.00.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Erindi Ingibjargar Bjarnadóttur, Gnúpufelli, dags. 6. mars. 2006.
í erindinu mótmælir Ingibjörg lagningu vegar yfir Gnúpáreyrarnar á nýja brú yfir Eyjafjarðará neðan núverandi Stíflubrúar. í umræðum um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins hefur framlenging Hólavegar yfir eyrarnar verið nefnd sem valkostur. Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá þeim hugmyndum.
2. Erindi ábúenda á svæðinu frá Gullbrekku að Leyningi, mótt. 28. feb. 2006.
í erindinu er andmælt hugmyndum að byggingu brúar á Eyjafjarðará við Hóla, en slík hugmynd hefur verið kynnt sem valkostur í endurnnýjun vegakerfisins. Skipulagsnefnd leggur til að þessi framkvæmd verði ekki hluti af skipulagstillögunni.
3. Tillaga að deiliskipulagi Reykárhverfis IV, drög.
Nefndin leggur til að áfram verði unnið að skipulagstillögunnni á grundvelli draganna. Jafnframt felur hún sveitarstjóra að taka upp formlegar viðræður við Búmenn um lóðakaup þeirra og aðkomu að uppbyggingu svæðisins.
4. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014.
Nefndin samþykkir að leggja tillöguna fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30