Skipulagsnefnd

245. fundur 16. ágúst 2016 kl. 08:39 - 08:39 Eldri-fundur

245. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 15. ágúst 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson ritari, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Ómar Ívarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Hermann Ingi Gunnarsson .

Sigurgeir B. Hreinsson boðar forföll og Emilía Baldursdóttir varamaður hans boðar einnig lögmæt forföll
Dagskrá:

1. 1608005 - Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Erindi dagsett 11. ágúst 2016 þar sem Brynja Dögg Ingólfsdóttir f.h. Tjarnarvirkjunar ehf. sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Tjarnarvirkjun Í Eyjafjarðarsveit ásamt breytingu á gildandi aðalskipulagi.
Fulltrúar Tjarnarvirkjunar ehf. mættu á fundinn og kynntu fyrirhuguð virkjunaráform.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjarnarvirkjun ásamt breytingu á gildandi aðalskipulagi.
Það sem fyrirhuguð framkvæmd er tilkynningarskyld fellur fyrirhugað deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vinna skal eina skipulags- og matslýsinu vegna tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

2. 1606006 - Borholuhús Norðurorku Botni
Óskað er eftir heimild til að byggja borholuhús sem verður um 25 m2 að stærð, með mænisþaki og hæð um 3,3 m.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

3. 1606007 - Espilundur - leyfi fyrir gróðurhúsi
Óskað er eftir heimild til að byggja gróðurhús sem verður um 30 m2 að stærð, með bogaþaki og hæð um 3,15 m. Jóhannes Ævar Jónsson víkur af fundi

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

4. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 15. júní til og með 27. júlí 2016.
Fimm umsagnir bárust við tillöguna en engin almenn athugasemd.

Frestað þar sem en eru umsagnir ókomnar.

5. 1608002 - Þórustaðir 1a - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr
Óskað er eftir viðbyggingu við bílskúr til austurs, fyrirhuguð viðbygging er 50 m2 og verður hæð með risi um 3,9 m. Fyrir liggur samþykki landeiganda að Þórustöðum 1.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda ásamt eiganda Þórustaða 1 sem hefur gefið samþykkti sitt fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.

6. 1304013 - ES15-Torfur, norðan Skjóldalsár, framkvæmdaleyfi
Ábúendur á Torfum sækja um framleingingu á heimild til malartöku í landi Torfna á efnistökusvæði 15.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að leyfið verði veitt til 15 október 2016, þess skal gætt að ekki verði unnið í núverandi árfarvegi Skjóldalsá.

7. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Skipulagsnefnd fjallaði um endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og rætt var um beina þáttöku íbúa sveitarfélagsins.
Skiplagsnefnd leggur upp með sérstaka aðalskipulagsfundi þar sem endurskoðun er tekin fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Getum við bætt efni síðunnar?