49. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 26. jan. 2006 kl. 17.00.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Framkvæmdaleyfi vegna reiðvegagerðar.
Stefán Skaftason, fulltrúi Landgræðslunnar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í Eyjafjarðará vegna reiðvegar um land Stóra-Hamars. Eftir lýsingu Stefáns á fyrirhugaðri framkvæmd getur nefndin fallist á að í þær verði ráðist. áður en formlegt framkvæmdaleyfi verður gefið út mun Landgræðslan leggja fram ítarlegri verk- og vettvangslýsingu og nýja uppdrætti. Jafnframt er sveitarstjóra falið að rita lögfræðingi eigenda Munkaþverár bréf og óska enn eftir samstarfi við þá um framkvæmdir í þeirra landi vegna reiðvegarins.
2. Framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar í landi Leifsstaða.
Afgreiðslu þessa erindis var frestað á 47. fundi nefndarinnar þar sem ófullnægjandi upplýsingar fylgdu umsókninni. Umsækjandi hefur nú gert nánari grein fyrir umsókn sinni og leggur nefndin til að erindið verði samþykkt á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið frá 24. okt. 1990.
3. Tillaga að endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994- 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að boðað verði til almenns íbúafundar fimmtudaginn 9. feb. n. k. til kynningar á tillögunni.
4. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Veigastaðavegi.
Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.