244. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 30. maí 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál.
Annarsvegar er mál 16 05 026, beiðni um skiptingu lóðar í landi Syðri Varðgjár. Var það samþykkt og verður 9. liður dagskrár.
Hins vegar er mál 16 05 027, umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við Brjánslæk í landi Syðri Varðgjár.
Var það samþykkt og verður 10. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. 1605005 - Umsókn um stofnun lóða úr landi Lækjarbrekku og úr landi Kálfagerðis.
Skipulagsnefnd samþykkir annarsvegar stofnun lóðar úr landi Kálfagerðis og hins vegar stækkun lóðar Lækjarbrekku og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
2. 1605021 - Umsókn um viðbyggingu við Þórustaði 4
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að ekki komi andmæli í grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tímabil grenndarkynningar verði stytt.
3. 1605023 - Deiliskipulag við Bakkatröð: Ákvæði um bílskúra í deiliskipulagi
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn hugmyndum um breytingu á deiliskipulagi raðhúsa við Bakkatröð viðvíkjandi skilmála um bílgeymslur.
4. 1605022 - Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina.
5. 1605024 - Afmörkun lóða Rein I og II
Skipulagsnefnd samþykkir annars vegar stofnun lóðar og hins vegar breytingu á stærð lóðar og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
6. 1605025 - Beiðni um skiptingu lands úr landi Syðri Tjarna.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu jarðarinnar Syðri Tjarna og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga
7. 1603034 - Deiliskipulagstillaga að efnisnámu í landi Hvamms
Heimavöllur ehf. hefur látið vinna fyrir sig deiliskipulag sem snýr að aðkomuvegi og efnistökusvæði í landi Hvamms. Forsendur þess liggja fyrir í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 m.s.br. Um er að ræða klapparnámu allt að 120.000 m3. Svæðið er um 35 ha að stærð. Í deiliskipulaginu verður efnistökusvæðið afmarkað og settir skilmálar um dýpt þess og frágang. Einnig verður skipulögð aðkomuleið að námunni og fjósinu í Hvammi. Áhersla verður lögð á að framkvæmdin skapi sem minnst óþægindi fyrir nágranna og gerð verður áætlun um mögulegar mótvægisaðgerðir verði þess þörf. Að frágangi loknum skal náman falla vel að umhverfi sínu og ummerki um hana verði sem sem minnst.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Fyrir fundinum lágu tillögur að tveim valkostum að lagnaleið þvert yfir Eyjafjörð sunnan Akureyrar. Skipulagsnefnd hafnar alfarið hugmyndum um loftlínu en leggst ekki gegn því að unnið verði áfram með fyrirliggjandi tillögu að jarðstreng.
9. 1605026 - Beiðni um skiptingu lands úr landi Syðri-Varðgjár
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
10. 1605027 - Beiðni um leyfi til viðbyggingar á Brjánslæk/Syðri-Varðgjá
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að ekki komi andmæli í grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tímabil grenndarkynningar verði stytt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45