242. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 18. apríl 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason, Jón Stefánsson og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson Ritari.
Dagskrá:
1. 1604026 - Norðurorka- umsókn um framkvæmda leyfi vegna borana við Botn og Hrafnagil.
Undir umræðu um þennan lið komu til fundar við nefndina Helgi Jóhannesson framkvæmdastjóri Norðurorku og Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri veitu og tæknisviðs og gerðu nánari grein fyrir málinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna umsóknarinnar. Nefndin bendir á að hugað verði að hljóðvist við útgáfu leyfisins.
2. 1604001 - Tillaga að deiliskipulagi í Gröf IV
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði grenndarkynnt samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og um leið verði óskað eftir samþykki landeigenda Þórustaða II og Áttunnar fyrir undanþágu frá 50 m fjarlægðarmörkum íbúðarhúss frá landamerkjum skv. aðalskipulagi í 35 m.
3. 1508022 - Vörðuhóll - Ósk um samþykki á legu heimreiðar
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem það samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi.
4. 1603034 - Kynning á deiliskipulagstillögu að efnisnámu í landi Hvamms
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt á íbúafundi í samræmi við 4 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 1604023 - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga- Hrísaskógar lóð 4
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til sölu gistingar samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.04