Skipulagsnefnd

46. fundur 11. desember 2006 kl. 21:23 - 21:23 Eldri-fundur

46. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 10. okt. 2005 kl. 17.00.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Erindi Aðalsteins Bjarnasonar, Logafold 59, Reykjavík , dags. 2. okt. 2005 um leyfi til að byggja   frístundahús á lóð úr landi Valla.

Umsækjandi óskar eftir að fá að byggja frístundahús á spildu úr landi Valla. Spildan er sögð 12 ha og liggur hún sunnan Djúpadalsár, austan fyrirhugaðs uppistöðulóns Djúpadalsvirkjunar 2 sbr. yfirlitsmynd, sem fylgir umsókninni. Aðkoma verður frá þjóðvegi norðan ár um jarðvegsstíflu virkjunarinnar. Stærð húss er áætluð 70 ferm og mænishæð ca. 4 m.  
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið enda leggi umsækjandi fram leigu- eða kaupsamning vegna landsins.


2. Erindi Bjarna Sigurjónssonar,  Brekkusíðu 7, Akureyri , dags. 30. sept. 2005 um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð úr landi Syðri-Varðgjár.
Umsækjandi er eigandi frístundahúss á lóð úr landi Syðri-Varðgjár og fer hann fram á að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt þannig að þar megi byggja íbúðarhús. Með fylgir yfirlýsing eigenda Syðri-Varðgjár þess efnis að hann leggist ekki gegn því að umrædd breyting verði gerð. í yfirlýsingunni kemur einnig fram að handsalað hafi verið samkomulagi um kaup umsækjanda á lóðinni og 2456 ferm. skika af skógarreit sunnan hennar.  Lóð sú, sem hér um ræðir er á svæði við fjöruna neðan brekkurótanna undan Syðri-Varðgjá og er skilgreint sem frístundasvæði í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.  Deiliskipulag er hins vegar ekki fyrir hendi. á svæðinu eru 6 sumarhús sbr. Fasteignaskrá 2004, flest væntanlega byggð á árunum milli 1950 og 1960 og sum endurbyggð síðan. Sunnan svæðisins er þéttur skógarreitur sem skilur það frá byggðinni í Fosslandi úr landi Eyrarlands.
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað eins og það er lagt fyrir en telur koma til álita að taka svæðið allt til endurskipulagningar ef  landeigandi og núverandi lóðarhafar óska þess. 


3. Erindi Jónasar Vigfússonar, f. h. Hestamannafélagsins Funa , dags. 5 okt. 2005 um leyfi til að byggja reiðskemmu á athafnasvæði félagsins að Melgerðismelum.

Með umsókninni fylgir afstöðumynd, sem sýnir staðsetningu skemmunnar sunnan og austan núverandi stóðhestahúss. Einnig fylgir umsókninni grunnmynd byggingarinnar og útlitsmynd. Húsið tengist stóðhestahúsinu með tengibyggingu. Stærð byggingarinnar er 385.6 ferm.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


4. Erindi Baldurs Heiðars Haukssonar, Hrafnagilsstræti 35, Akureyri , dags. 20. sept. 2005, um leyfi til að byggja 6 íbúðarhús á 1.3 ha lóð á skipulögðu frístundasvæði í Leifsstaðabrúnum.

Erindi þetta var á dagskrá 45. fundar skipulagsnefndar, 22. sept. 2005, en afgreiðslu þess þá frestað. Nú liggur fyrir tölvubréf frá Tómasi Inga Olrich, eiganda aðlægs lands sunnan lóðar Baldurs Hauks og þess vegslóða, sem Baldur hugðist nota sem aðkomuleið að fyrirhugðu íbúðarsvæði. í bréfi Tómasar kemur m. a. fram að Baldur hafi ekki beðið um formlega staðfestingu á því að hann leyfði umferð um vegslóðann, heldur að hann hafi einungis munnlega rætt við sig um að hann fengi að nota slóðann. þá segir Tómas að hann hafi talað um að byggja  fjögur íbúðarhús á lóðinni en ekki 6 eins og fram kemur í erindi Baldurs frá 22. sept.   
Nefndin telur ekki koma til álita að leyfa íbúðarbyggð á þeim stað sem um ræðir enda er þar fyrir  skipulögð frístundabyggð.
 
5. Erindi ísleifs Ingimarssonar, álfabrekku, dags. 26. sept. 2005, um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús.

Umrætt hús, sem er 18.5 ferm. auk 8.6 ferm. verandar, hefur haft tímabundið stöðuleyfi á lóð álfabrekku. Staðsetning hússins er sýnd á afstöðumynd, sem fylgir erindinu, en í því er farið fram á ótakmarkað stöðuleyfi.
Skipulagsnefnd mælir með að stöðuleyfið verði veitt svo fremi að staðsetning þess uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar um fjarlægðarmörk milli húsa m. t. til eldvarna.
    
6. Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 ? 2018.     

Breytingin felst í því að frístundalóðum í landi Hrísa er fjölgað úr 5 í 24 sbr. fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15.

Getum við bætt efni síðunnar?