45. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 22. sep. 2005.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Djúpadalsvirkjun 3, beiðni um umsögn vegna matsskyldu.
Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 20. júní 2005 þar sem farið er fram á álit sveitarstjórnar á því hvort Djúpadalsvirkjun 3 skuli háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 að teknu tilliti til 3. viðauka laganna. Leitað hefur verið álits Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar hvað þetta varðar sem og Fornleifaverndar ríkisins. Náttúruverndarnefnd hefur svarað með bréfi dags. 8. sept. 2005 og Fornleifavernd með bréfi sem dags. er 12. sept. 2005. Hvorug stofnunin telur ástæðu til umhverfismats vegna umræddrar virkjunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að umhverfismats vegna virkjunarinnar verði ekki krafist en tekið verði tillit til ábendinga sem fram koma í svörum umsagnaraðilanna..
2. Erindi Birgis ágústssonar, kt. 101039-4049, dags. 13. sept. 2005.
í erindinu er farið fram á að mega reis sumarhús á spildu úr landi Höskuldsstaða. Erindinu fylgir bráðabirgðauppdráttur sem sýnir staðsetningu spildunnar, sem er í framhaldi af þegar skipulögðu frístundsvæði milli Reinar og Höskuldsstaða.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að leggjast gegn erindinu og mælir með að því verði vísað til þeirrar endurskoðunar, sem nú stendur yfir á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
3. Deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Jódísarstaða.
Tillagan hefur verið auglýst eins og lög segja fyrir um. Athugasemdafrestur rann út 26. ág. 2005. Engar athugaesmdir bárust við tillöguna sem gerir ráð fyrir 10 íbúðarhúsum á spildu vestan Eyjafjarðarbrautar eystri.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna
4. Deiliskipulag á spildu úr landi Leifsstaða.
Tillagan hefur verið auglýst eins og lög segja fyrir um. Athugasemdafrestur rann út 26. ág. 2005. Engar athugaesmdir bárust við tillöguna sem gerir ráð fyrir 2 íbúðarhúsum í krika á milli Leifsstaðavegar og Knarrarbergsvegar.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
5. Deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Brúarlands.
Tillagan hefur verið auglýst eins og lög segja fyrir um. Athugasemdafrestur rann út 26. ág. 2005. Engar athugaesmdir bárust við tillöguna sem gerir ráð fyrir 5 íbúðarhúsum á svæði sunnan og vestan núverandi bæjarhúsa.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
6. Erindi Baldurs Heiðars Haukssonar, kt. 211058-5529, dags. 20. sept. 2005.
í erindinu er farið fram á að sveitarstjórn breyti skipulagsákvæðum, sem gilda um spildu úr landi Leifsstaða í Leifsstaðabrúnum. Um er að ræða ca. 1.3 ha á svæði fyrir frístundabyggð. óskað er eftir að þar megi byggja 6 einbýlishús. Aðkoma að landinu yrði frá Eyjafjarðarbraut vestri um veg sem áður var hluti af heimreið að Leifstöðum o. fl. bæjum.
Afgreiðslu erindisins frestað.
7. Erindi Skúla Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Hringteigi 11, 600 Akureyri, dags. mótt. 8. sept. 2005.
í erindinu er farið fram á að sveitarstjórn mæli með því til landbúnaðarráðherra að stofnað verði lögbýli á 32 ha spildu úr landi Dvergsstaða. Umsóknin tengist áformum eigendanna um skógrækt á landinu með samningi við Norðurlandsskóga. Lögbýlisstofnunin er talin forsenda slíks samnings. Með erindinu fylgir staðfesting frá svæðisstjóra Norðurlandsskóga í Eyjafirði um hentugleika landsins til skógræktar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir upplýsingum frá umsækjendum um hvar framtíðaraðkoma verði að svæðinu.
8. Breytingar á verklagsreglum um deiliskipulag á vegum einkaaðila frá 1. okt. 2002.
Gerð er tillaga að nokkrum breytingum á verklagsreglunum í þeim tilgangi að skerpa enn frekar á skildum landeigenda til að leggja fram fullnægjandi skipulagsgögn vegna deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð og hönnunargögn vegna gatnagerðar, fráveitu o. fl.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn staðfesti þessar breytingar.
9. Tillaga að samningi við landeigenda/framkvæmdaaðila á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila, forsendur framkvæmdaleyfis.
í tillögunni er gert ráð fyrir að verulegar kröfur sú gerðar til landeigenda/framkvæmdaaðila um gatnagerð og frágang allan á viðkomandi skipulagssvæði áður en svæðið fæst talið byggingarhæft.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
10. Erindi önnu Huldu Hjaltadóttur, Hrafnagili, dags. 22. sept. 2005.
í erindinu er farið fram á afslátt af gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar nr. 2 við Hjallatröð. ástæðan er sú að djúpt er á fastan botn eða allt að 5 m miðað við gólfplötu hússins skv. lauslegri athugun Verkfræðistofu Norðurlands. Kostnaður vegna uppgraftrar og fyllingar er talinn geta orðið allt að 1. 5 millj. kr.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að gefinn verði 500 þús kr afslátturfrá lóðaverði.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 19:40