Skipulagsnefnd

44. fundur 11. desember 2006 kl. 21:23 - 21:23 Eldri-fundur

44. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 29. ág. 2005 kl. 17.00.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.



1.  Erindi Jóns Bergs Arasonar dags. 24. ág. 2005.
í erindinu er farið fram á breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi þverár I og felst hún í því að leyfð verði bygging 9 húsa á svæðinu  í stað  7 eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Upphafleg tillaga að deiliskipulagi svæðisins gerði ráð fyrir 11 húsum, en vegna athugasemda sem bárust að loknum andmælafresti í kjölfar auglýsingar á skipulagstillögunni ákvað nefndin að leggja til við sveitarstjórn að einungis yrði leyfð bygging 7 húsa á umræddu svæði (34. fundur, 8. júlí 2004, 2. tl. c.). Sveitarstjórn féllst á þá tillögu nefndarinnar.  
Skipulagsnefnd telur forsendur ekki hafa breyst og leggst því gegn erindinu.


2.   Erindi Sigurðar ólafssonar dags. 3. ág. 2005.
Sigurður fer fram á að honum verði leyft að reisa íbúðarhús á lóð sinni úr landi árbakka. Lóðin var undanskilin við sölu á jörðinni sbr. kaupsamning, sem dags. er 24. nóv. 2003 og er þar talin  1.7 ha. Spildan hefur verið leyst úr landbúnaðar-notkun. Sigurður hafði áformað að reisa sér þar íbúðarhús, en með bréfi dags. 16. ág. 2004 fer hann fram á að mega byggja frístundahús á lóðinni. Erindi þess efnis var lagt fyrir Skipulagsstofnun sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaganna og gerði stofnunin ekki athugasemd við breytinguna sbr. bréf hennar dags. 26. ág. 2004. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


3.   Erindi Dýra Bjarnars Hreiðarssonar, ódags., mótt. 26. ág. 2005.
í erindinu er farið fram á að víkja megi frá skipulagsskilmálum vegna lóðarinnar nr. 9 við Sunnutröð. Breytingin felst í því að norðvesturhorn hússins fer örlítið út fyrir afmarkaðan byggingarreit og húsið er fært innar á lóðina. Með því er vikið frá skilmálum um bindandi byggingarlínu.  Nefndin telur að lögun lóðarinnar og byggingarreitsins geri það að verkum að erfitt sé að uppfylla skilmálana hvað umrædd atriði varðar. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og leita álits byggingarnefndar.


4. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2004 og Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998- 2018.
Fyrrnefndar skipulagsbreytingar hafa verið auglýstar með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 en þær eru nánar til tekið fólgnar í eftirfarandi:
I.  Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
a.  á samfelldum skipulagsreit úr landi Brúarlands og Leifsstaða verði leyfð bygging allt að 17 íbúðarhúsa í stað 15 eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi. Viðbótin er sunnanvert í landi Brúarlands sem áður var skilgreint sem "opið svæði til sérstakra nota: tún og garðrækt" og "opið óbyggt svæði: útivist."
b. í landi Leifsstaða í krika milli Leifsstaðavegar og Knarrarbergsvegar verði leyfð bygging tveggja íbúðarhúsa á svæði sem áður var skilgreint sem sumarhúsasvæði.
c. í landi Jódísarstaða verði leyfð bygging 10 íbúðarhúsa á 10 ha. svæði neðan Eyjafjarðarbrautar eystri á svæði sem áður var skilgreint sem "opið grænt svæði til sérstakra nota: tún og garðrækt."
II. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018.
Tillagan felst í samsvarandi breytingu og auglýst er á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 sbr. lið a - c hér að framan.
Tillögur þessar voru til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá 15. júlí - 12. ág. 2005.  Athugasemdafrestur rann út kl. 16.00 föstudaginn 26. ág.  Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki breytingarnar og vísi þeim til afgreiðslu Skipulagsstofnunar


5.   Tillögur að deiliskipulagi.
Samhliða auglýsingu á fyrrnefndum aðal- og svæðisskipulagsbreytingum sbr. 4. tl. voru eftirtaldar deiliskipulagstillögur auglýstar. 
a. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Brúarlands. Gert er ráð fyrir 5 lóðum fyrir einbýlishús.
b. Tillaga að deiliskipulagi vegna byggingar tveggja einbýlishúsa í landi Leifsstaða.
c. Tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir 10 einbýlishús í landi Jódísarstaða.
Engar athugasemdir bárust við þessar tillögur. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þeirra þar til umhverfisráðherra hefur staðfest fyrirliggjandi  breytingartillögur  á aðal- og svæðisskipulaginu.


6.   Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014.
Nefndarmenn hafa yfirfarið gögn sem þeim bárust í júlí s. l. og gert við þau ákveðnar athugasemdir.
Tekið hefur verið tillit til þeirra og greinargerð og kort uppfærð með hliðsjón af þeim athugasemdum. þegar leiðrétt gögn berast nefndinni mun hún leggja þau fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Getum við bætt efni síðunnar?