Skipulagsnefnd

43. fundur 11. desember 2006 kl. 21:22 - 21:22 Eldri-fundur

43. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi föstudaginn 1. júli 2005 kl.  16.30.

Mættir:  Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson,  Sigurður Eiríksson.
Bjarni Kristjánsson skráði fundargerð.



1.  Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hrísa
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar sem nefnd er Hrísaskógar og er í landi Hrísa hefur verið í kynningarferli. tillagan gerir ráð fyrir 24 húsum en allt að 70 húsum þegar skipulagssvæðið allt hefur verið nýtt. Engar athugasemdir bárust við tillöguna áður en athugasemdafrestur rann út þann 20. júní s. l.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn  samþykki tillöguna.


2.   Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014

Um er að ræða þrjár tillögur sbr. eftirfarandi:

a. Brúarland, stækkun íbúðarsvæðis úr 10 lóðum í 17. 
b. Breytingu á skipulagsreit fyrir frístundahús í landi Leifsstaða, þar verði leyfð    bygging tveggja íbúðarhúsa í stað frístundahúsa. Frístundahús, sem þegar hefur verið byggt, teljist aðstöðuhús á annari lóðinni.
c. Nýtt íbúðasvæði fyrir 10 hús í landi Jódísarstaða.

Skipulagsnefnd hefur áður fjallað um þessar tillögur og mælt með að þær yrðu samþykktar. Sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar á fundi sínum þann 29. mars. Skipulagsstofnun hefur haft uppdrætti að skipulagsbreytingunni til umsagnar og  með bréfi dags. 30. júní s. l. tilkynnir stofnunin að hún geri ekki athugasemd við að breytingarnar verði auglýstar enda verði samsvarandi breytingar auglýstar á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018. Nefndin felur sveitarstjóra að auglýsa breytingarnar eins og lög gera ráð fyrir.


3.   Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Brúarlands

Tillagan gerir ráð fyrir 5 íbúðarhúsalóðum á skipulagsreit, sem nefndur er áfangi B. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. tl.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.


4.   Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Jódísarstaða

Tillagan gerir ráð fyrir 10 íbúðarhúsalóðum sem eru frá tæpleg 4 þús. ferm. til 20 þús. ferm. að stærð og er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. tl.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.


5.   Erindi Braga Elefsen dags. 31. maí 2005

Bragi sækir um lóðina nr. 9 við Laugartröð og fer um leið fram á að breyta aðkeyrslu að henni þannig að hún verði frá Hjallatröð þar sem hann telur að byggingarreiturinn nýtist betur þannig. Nefndin samþykkir breytingu á aðkeyrslu en bendir á að húsið þarf eftir sem áður að fylgja bindandi byggingarlínu eins og ákveðið er í skipulagsskilmálum fyrir hverfið.


6.   Erindi Sigríðar á. Ketilsdóttur og Ole Lotsberg dags. 27. júní 2005

í erindinu er farið fram á að mega byggja sumarhús á lóð úr landi Finnastaða. Um er að ræða leigulóð sem áður hefur verið leyft að byggja á íbúðarhús.
Skipulagsnefnd  mælir með að erindið verði samþykkt að því tilskyldu að landeigandi samþykki breytinguna.


7.   Erindi Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar dags. 28. júní 2005

Jóhannes fer fram á leyfi til að byggja eitt íbúðarhús á lóð úr landi öngulsstaða I með vísan til kafla 4.5 í greinargerð með Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 sem heimilar byggingu tveggja íbúðarhúsa ótengd búrekstrinum á bújörð á skipulagstímabilinu.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


8.   Umsókn Akstursíþróttafélag vélsleða- og vélhjólaáhugamann á Akureyri mótt. 24. júní 2005

í erindinu er farið fram á mega starfrækja æfingasvæði fyrir torfæruhjól í landi Háagerðis. Starfsemin yrði í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 257/2000.
Nefndin telur sér ekki fært að taka afstöðu til erindisins út frá fyrirliggjandi gögnum og frestar því afgreiðslu þess.


9.   Erindi Björns Einarssonar dags. 23. júní 2005

Björn fer fram á að sveitarstjórn "leiðrétti" skráningu í fasteignamati á stærð landspildu úr jörðinni Björk sem hann hefur keypt af KB-banka. í afsali er stærð spildunnar talin 1.5 dagslátta en bréfritari heldur því fram að hún sé 1.7 ha. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að ganga úr skugga um það hvort ágreiningur kunni að vera um landamerki umræddrar spildu.


10. Erindi Skipulagsstofnunar dags. 20. júní 2005

Með vísan til 6. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum,   er leitað álits sveitarstjórnar á því hvort  Djúpadalsvirkjun 3 skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að leita álits náttúruverndarnefndar og Fornminjavarðar á erindinu og frestar afgreiðslu þess þar til umsagnir þeirra liggja fyrir.


11. Erindi Aðalsteins Bjarnasonar dags. 6. júní 2005 um leyfi til að byggja   frístundahús í landi Kambfells

Sótt er um leyfi til að byggja 50 ferm. frístundahús í landi Kambfells. Staðsetning er sýnd á meðf. yfirlitsmynd dags. í júní 2005. Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 21. júní s. l. og fól skipulagsnefnd endanlega afgreiðslu þess. Afstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir í bréf dags. 29. júní 2005. þar kemur fram að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en fyrir liggur bráðabirgðahættumat Veðurstofu íslands þar sem fyrirhugaður byggingarreitur er hugsanlega á snjóflóðahættusvæði. Skipulagsstofnun hefur með bréfi dags. 29. júní farið þess á leit við Veðurstofuna að hún vinni hættumatið.

Með vísan til framanskráðs frestar nefndin afgreiðslu erindisins.


12. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
 
Eftirfarandi er til upplýsinga:
Unnið er að lokafrágangi greinargerðar með skipulagstillögunni. Tillagan mun send nefndarmönnum til yfirlestrar í næstu viku. Skv. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga ber að kynna tillöguna fyrir íbúunum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig ber að kynna tillöguna sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.  Að lokinni kynningu skal tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu. Sveitarstjórn skal að henni lokinni senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Stofnunin hefur fjórar vikur til að gera athugasemdir við tillöguna. 



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.55.

Getum við bætt efni síðunnar?