Skipulagsnefnd

238. fundur 08. desember 2015 kl. 08:59 - 08:59 Eldri-fundur

238. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 7. desember 2015 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson .

Dagskrá:

1. 1511015 - Umsókn um nafn á nýtt lögbýli úr landi Hólakots.
Erindið samþykkt.

2. 1512002 - Umsókn um afmörkun lóðar í landi Grafar IV (lóð nr. 221669)
Erindinu frestað. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umækjanda.

3. 1512003 - Ósk um úthlutun byggingarreits til byggingar fjóss á Stekkjarflötum
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

4. 1511010 - Kaupangur - Ósk um heimild til að láta vinna deiliskipulag jarðarinnar Kaupangs
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi um breytingu á aðalskipulagi verði hafnað. Í viðauka við gildandi aðalskipulag sem öðlaðist gildi 12. desember 2014 segir í kafla 2.2 (landnotkun ? íbúðarhúsa- og frístundasvæði) að áhersla sé lögð á nauðsyn þess að ræktuðu landi sem og vel ræktanlegu landbúnaðarlandi verði ekki ráðstafað til annarra nota en landbúnaðar. Það er mat skipulagsnefndar að þau rök eigi við í þessu tilfelli.
Ennfremur er bent á að nú þegar eru 11 íbúðarhúsalóðir deilskipulagðar, auk svæðis fyrir fjórar lóðir sem ekki eru nýttar. Því er ekki fallist á að þörf sé á frekari stækkun skipulagðra íbúðasvæða í landi Kaupangs.

5. 1512004 - Syðri-Tjarnir, umsókn um leyfi til byggingar geymslu
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að því gefnu að sveitarstjóra berist málsett afstöðumynd.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.35

Getum við bætt efni síðunnar?