42. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 2. júní 2005 kl. 18.00.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
1. Erindi Bylgju Rúnu Aradóttur dags. 2. maí 2005
í erindinu er farið fram á breytingu á skipulagi frístundalóðar nr. 10 úr landi Leifsstaða. Lóðin er 3988 ferm og gerir skipulagið ráð fyrir einu húsi. Upphaflega var leyft að byggja á lóðinni 16.9 ferm aðstöðuhús. það hefur síðan verið stækkað og er nú 47.1 ferm. í umsókn um stækkunina heitir húsið orðið sumarhús. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda lóðanna nr. 11 og 12
2. Erindi Daniels þorsteinssonar dags. 9. maí 2005
í erindinu er farið fram á að mega staðsetja bílskúr að hluta utan byggingarreits á lóð nr. 9 við Skógartröð. Forsendur beiðnarinnar eru raktar í erindinu. Nefndin telur staðsetningu bílskúrs eins og hún er sýnd orka tvímælis og leggur til að sveitarstjóra verði falið í samráði við byggingarfulltrúa og lóðarhafa að finna aðra lausn.
3. Erindi Sigurðar H. Baldurssonar dags. 13. maí 2005
í erindinu er farið fram á að mega staðsetja 20 feta gám við bílastæði á skógræktarlóð úr landi Leynings til að nýta sem aðstöðuhús. áður hefur verið samþykkt að byggja megi allt að 70 ferm. frístundahús á umræddri lóð. Nefndin leggur til að að veitt verði stöðuleyfi fyrir gám í eitt ár.
4. Erindi Rune Valterssonar dags. 13. maí 2005
í erindinu er farið fram á að mega byggja 238.4 ferm. hús á lóð nr. 3 við Laugartröð. Skipulagsskilmálar gera ráð fyrir 220 ferm. húsi. Nefndin sér ekki ástæðu til að hafna erindinu enda uppfylli byggingin að öðru leyti skipulagsskilmála hvað varðar húsgerð. þá greiði lóðarhafi gatnagerðargjald til viðbótar í samræmi við ákvæði í 4. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjöld í Eyjafjarðarsveit nr. 864/2003.
5. Bréf Bryndísar Símonardóttur og Rögnvaldar Símonarsonar dags. 24. maí 2005
Bréfritarar mótmæla samþykkt skipulagsnefndar frá 24. mars 2005 þar sem leyfð er bygging þriggja sumarhúsa á landskika úr landi Bjarkar. Mótmælin eru rökstudd með vísan til eftirfarandi:
1. að samþykktin sé ekki í samræmi við stefnumörkun í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, lið 3.6.7 og 4.2.8.
2. að eigendur Bjarkar telji sig hafa átt forkaupsrétt að landi þessu, sem þeir hafi ekki fengið tækifæri til að nýta sér og sé það mál nú fyrir dómstólum.
3. að svæðið sé ekki nema 0.5 ha. og því beri það alls ekki þennan fjölda bústaða.
4. og að óeðlilegt sé að ekki hafi farið fram grenndarkynning áður en skipulagsnefnd tók ákvörðun sína.
Nefndin bendir á að tilvitnuð ákvæði í aðalskipulagi eru ekki ófrávíkjanleg. Hins vegar hefur komið í ljós að í gögnum, sem eru fyrirliggjandi um staðsetningu og stærð landskikans eru misvísandi upplýsingar um stærð hans. þá bendir nefndin á að ekki hafi enn verðið lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir skikann og þar af leiðandi hafi ekki gefist tækifæri til grenndarkynningar (eða auglýsingar á tillögunni). Nefndin telur þó rétt að mál þetta fái frekari skoðun enda hefur vinna við deiliskipulagsgerð fyrir svæðið þegar verið stöðvuð skv. upplýsingum frá sveitarstjóra.
6. Erindi Helga örlygssonar dags. 1. júní 2005
Umsókn um leyfi til að byggja geymslu við áður fjóshlöðu á þórustöðum 2. Byggingarreitur er sýndur á afstöðumynd, sem fylgdi erindinu. Stærð byggingarinnar sjálfrar kemur ekki fram. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
7. Erindi Vegagerðarinnar dags. 30. maí 2005 um leyfi til efnistöku
Sótt er um leyfi til að vinna 5 - 10 þús. rúm. af efni úr nýrri námu í landi æsustaða og að taka samsvarandi magn úr "Klifinu" sunnan Jórunnarstaða. Nefndin leggur til að leyfið verði veitt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50.