237. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 16. nóvember 2015 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður og Einar Grétar Jóhannsson varamaður.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson .
Jóhannes Ævar Jónsson stjórnaði fundi í forföllum formanns. Í upphafi fundar var leitað afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Þorsteini Jónssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að skipta út úr jörðinni Samkomugerði 1, spildu sem er 3965 fm.
Var það samþykkt og verður 4. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
2. 1511010 - Kaupangur - Ósk um heimild til að láta vinna deiliskipulag jarðarinnar Kaupangs
Erindinu frestað.
3. 1510032 - Litli-Hamar - Anna Helga Tryggvadóttir - Ósk um úthlutun landnúmers
Hermann Ingi Gunnarsson vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
4. 1511016 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir sölu á spildu úr jörðinni Samkomugerði 1
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
5. 1511003 - Dysnes í Hörgársveit - Tillaga að deiliskipulagi
Erindið lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.05