41. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 19. apríl 2005 kl. 12.10.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
1. Umsóknir um lóðir í Reykárhverfi og úthlutun þeirra
Umsóknarfrestur um lóðirnar nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 7 við Hjallatröð og nr. 11 við Laugartröð rann út 10. apríl s. l. Alls bárust 18 umsóknir um lóðirnar eða sem hér segir:
Lóðir. Umsækjendur.
Hjallatröð 1, ármann Ketilsson, Finnastöðum, ívar Ragnarsson, Gásum, Eiríkur Stephensen, Hrafnagilsskóla.
Hjallatröð 2, Anna Hulda Hjaltadóttir, Hrafnagili, Einar Thorlacius, Akureyri.
Hjallatröð 3, Hreiðar B. Hreiðarsson, þrastalundi.
Hjallatröð 4, Anna Hulda Hjaltadóttir, Hrafnagili. Guðmundur Guðlaugsson, Dalvík, Norðlenskir aðalverktakar, Aðaldal.
Hjallatröð 5, Hreiðar B. Hreiðarsson, þrastalundi.
Hjallatröð 7, áK smíði, Finnastöðum, Davíð R. ágústsson, Vallartröð 4, Eiríkur Stephensen, Hrafnagilsskóla, Hreiðar B. Hreiðarsson, Karl Frímannsson, Hrafnagilsskóla.
Laugartröð 11, Inga þórey Ingólfsdóttir, Ytra-Dalsgerði, ívar Ragnarsson, Gásum, Norðlenskir aðalverktakar, Aðaldal.
þeim lóðum, sem aðeins ein umsókn barst um, var úthlutað til viðkomandi (Hjallatröð 3 og 5). Dregið var á milli umsækjenda, þar sem tveir eða fleiri voru um lóð. Niðurstaða er þessi:
Lóðir. Lóðarhafar.
Hjallatröð 1, Eiríkur Stephensen
Hjallatröð 2, Anna Hulda Hjaltadóttir
Hjallatröð 3, Hreiðar B. Hreiðarsson
Hjallatröð 4, Norðlenskir aðalverktakar
Hjallatröð 5, Hreiðar B. Hreiðarsson
Hjallatröð 7, Karl Frímannsson
Laugartröð 11, ívar Ragnarsson
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki þessa úthlutun. Lóðarhöfum verði gert að greiða staðfestingargjald að upphæð kr. 500 þús. innan 10 daga frá því að sveitarstjórn samþykkir úthlutunina. Hafi greiðsla ekki borist innan þess frests verði lóðin boðin næsta umsækjanda, hafi einungis tveir sótt um hana, eða dregið á milli umsækjenda að nýju hafi þeir verið fleiri en tveir.
Gunnar Valur Eyþórsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
2. Umsókn um leyfi til að byggja fjós á jörðinni Hvammi
Umsækjendur, Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir, eigendur jarðarinnar sækja um leyfi til að byggja fjós, sem er áætlað 885 ferm, vegghæð 2.8 m og mænishæð 6.5 m. á afstöðumynd sem fylgdi umsókninni kemur fram að byggingin er fyrirhuguð vestan núverandi fjóshlöðu. Nefndin leggur til að umsóknin verði afgreidd á grundvelli 3. tl. í ákvæðum til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
3. Umsókn um leyfi til að byggja allt að þrjú íbúðarhús á lóðunum nr. 26 og 27 úr Leifsstaðalandi
Umsækjandi er Ingvar Björnsson. Svæðið er skipulagt sem frístundasvæði. það liggur í tungu sem afmarkast af Knarrarbergsvegi að vestan og Leifstaðavegi að norðan og austan. Frístundabyggð í landi Fífigerðis og Arnarhóls ræður mörkum að sunnan. Svæðið er vel afmarkað af skógi frá frístundasvæðinu í Leifsstaðabrúnum að vestan og tillaga liggur fyrir að íbúðabyggð austan Leifsstaðavegar. Nefndin leggur til að aðalskipulagi verði breytt fyrir umræddar lóðir og verði leyft að byggja þar tvö íbúðarhús. Frístundahús, sem fyrir er verði skilgreint sem aðstöðuhús sem fylgi væntanlegu íbúðarhúsi á þeirri lóð.
4. Umsókn Fjólu Guðjónsdóttur um leyfi til að skipta upp lóðinni nr. 29 í Leifsstaðalandi til að þar megi byggja tvö íbúðarhús
Umsókn um þessa skiptingu hefur verðið hafnað tvisvar. Umsækjandi telur að ekki hafi verið færð rök fyrir þeirri höfnun og ítrekar beiðni sína enn með vísan til þess. það er óbreytt skoðun skipulagsnefndar að hafna beri erindinu og rökstyður hún ákvörðun sína þannig:
a. Leyfi til skipulags íbúðarbyggðar á aðlægum skipulagsreit austan lóðarinnar var veitt eftir að samþykkt skipulag nefndrar lóðar lá fyrir. Gera verður ráð fyrir að kaupendur lóða á þeim reit hafi reiknað með að skipulag þessarra tveggja svæða væri því fullmótað og að ekki kæmi til breytinga eftir á.
b. Nefndin bendir á, að ástæða er til að varðveita landslagsgerð svæðisins umhverfis lóð nr. 29 og því beri ekki að leyfa þar frekari þéttingu byggðarinnar með því raski sem því fylgir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.25.