Skipulagsnefnd

40. fundur 11. desember 2006 kl. 21:21 - 21:21 Eldri-fundur

40. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 24. mars 2005 kl. 16.00.
Mættir voru Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.  Hólmgeir Karlsson boðaði forföll.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

 

1.  íbúðarbyggð í landi Brúnahlíðar
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi íbúðarbyggð í landi Brúarlands. Tillagan gerir ráð fyrir lóðum undir 5 einbýlishús sunnan og neðan núverandi bæjarhúsa. Landeigandi fer fram á að auglýst verði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014 til að greiða fyrir framgangi deiliskipulagsins. í tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á umræddu svæði. Skipulagsnefnd leggur til að orðið verði við beiðni landeignda.


2.  íbúðarbyggð í landi Jódísarstaða
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar fyrir 9 einbýlishús. Landeigandi fer fram á að auglýst verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 til að greiða fyrir framgangi deiliskipulagsins. í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á umræddu svæði. Skipulagsnefnd leggur til að orðið verði við beiðni landeiganda.


3.  Frístundabyggð í landi Bjarkar
Eigandi 0.5 ha. skika úr landi Bjarkar neðan Eyjafjarðarbrautar eystri fer fram á að á honum verði leyfð bygging 3ja frístundahúsa. í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi er gert ráð fyrir einu húsi á landskikanum. Eigandi fer fram á að auglýst verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014 til að flýta fyrir framgangi deiliskipulags fyrir umræddan skika.

Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir sem fyrst á umræddum þremur svæðum sbr. 1.- 3. lið. þótt takist að halda áætlun varðandi auglýsingu á endurskoðuðu aðalskipulagi (maí) eru litlar líkur á endurskoðað skipulag hafi öðlast  staðfestingu  umhverfisráðuneytisins eins og lög ákveða fyrr en síðla sumar. það fellur ekki að áætlunum viðkomandi og fara þeir því fram á að þessar tillögur fái flýtimeðferð þ. e. að auglýst verði breyting á gildandi aðalskipulagi.


4.  Stækkun frístundahúss í landi Eyrarlands
Erindi frá Opus ehf, f. h. óla G. Jóhannssonar og Lilju Sigurðardóttur, þar sem farið er fram á heimild til að stækka sumarhús á lóð nr. 9 í landi Eyrarlands um allt að 60 ferm. í byggingunni verði vinnustofa. Nefndin mælir með að umsóknin verði samþykkt enda leggi umsækjandi fram uppdrætti sem sýni breytingu á deiliskipulagi svæðisins  og verði breytingin kynnt sem óveruleg sbr. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


5.  Breyting á deiliskipulagi Djúpadalsvirkjunar II
Lögð er fram tillaga Teiknistofunnar Forms að breytingu á deiliskipulagi Djúpadalsvirkjunar II. Breytingin felst í færslu á stíflu um ca. 130 m ofar í ána. Breytingin minnkar áætlaða lónstærð um ca. 1 ha. en hefur lítil sem engin önnur áhrif. Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og hún kynnt sem óveruleg sbr. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


6.  Breyting á deiliskipulagi við Laugartröð í Reykárhverfi
Við götuna er gert ráð fyrir fjórum einbýlishúsum. Skipulagið er hins vegar svo þröngt að annmarkar eru á að byggja þar timburhús eins og allir lóðarhafar ætla sér, án breytinga deiliskipulaginu (fjarlægð milli húsanna verður ekki næg miðað við ákvæði í byggingarreglugerð). Með ákveðinni hliðrun sýnist mega ná lágmarksfjarlægð. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulaginu til að mæta óskum lóðarhafanna og uppfylla reglugerðarákvæðin. Breytingin verði kynnt sem óveruleg sbr. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


7. Frístundahúsasvæði í landi þverár
Skipulagsstofnun hefur gert athugasemd við þá gjörð að afgreiða deiliskipulagstillögu á sama fundi og afgreidd er tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem deiliskipulagstillaga  byggir á (bréf dags. 28. okt. 2004). Nefndin afgreiddi tillöguna með þeim hætti á 34. fundi sínum þann 8. júlí 2004. Með vísan til framanskráðs leggur nefndin til að sveitarstjórn staðfesti að nýju deiliskipulag svæðanna.


8.  Umsókn um leyfi til byggingar fjóss á jörðinni Garði
Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni og leggur til að sveitarstjóra verði falið að afgreiða umsóknina þegar frekari gögn hafa borist.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.35.

Getum við bætt efni síðunnar?