Skipulagsnefnd

235. fundur 06. október 2015 kl. 14:13 - 14:13 Eldri-fundur

235. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 5. október 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1509011 - Syðri-Varðgjá - Ósk um úthlutun landnúmers
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun landnúmera á umræddar spildur.

2. 1509032 - Finnastaðir - Ósk um úthlutun landnúmers
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun landnúmers fyrir afmarkaða lóð á Finnastöðum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

3. 1506002 - Ytri-Varðgjá - Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir - ósk um að staðsetja frísundahús á landinu og langning vegar að landinu
Í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar er umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu hafnað. Umsækjendum er bent á að leita til Svalbarðsstrandarhrepps til að kanna möguleika á vegtengingu við Kotabyggð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.40

Getum við bætt efni síðunnar?