Skipulagsnefnd

39. fundur 11. desember 2006 kl. 21:20 - 21:20 Eldri-fundur

39. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 10. feb. 2005 kl. 18.00.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar V. Eyþórsson,  Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

 

1. Erindi Laugalands ehf. dags. 7. jan. 2005 um leyfi til að byggja mjaltafjós á Hrafnagili, afgreiðslu frestað á 38. fundi 27. jan. 2005
Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra dags. 3. feb. 2005 þar sem hann greinir frá viðræðum við fulltrúa Laugalands ehf. þar kemur fram að umhverfisávinningur virðist því samfara að byggja mjaltafjós eins og nánar er rakið í minnisblaðinu. Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt en umsækjanda um leið bent á að stærð hauggeymslu við fjósið fullnægir ekki ákvæðum 6. gr. reglugerðar nr. 804/1999, um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.


2.  Umsókn Opus, teikni- og verkfræðistofu, dags. 27. jan. 2005, um leyfi til að  byggja geymsluhús úr timbri  á lóð nr. 1 í Fosslandi.
Nefndin mælir með að umsóknin verði samþykkt enda leggi umsækjandi fram uppdrætti sem sýni breytingu á deiliskipulagi svæðisins  og verði breytingin kynnt sem óveruleg sbr. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Hólmgeir Karlsson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu á þessum lið.


3.   Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð úr landi Fífilgerðis sbr. 7. lið í 36. fundargerð nefndarinnar dags. 11. okt. 2004
Erindinu var við þá umfjöllun vísað til þeirrar endurskoðunar, sem nú stendur yfir á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Umsækjandi fer fram á að umsóknin verði afgreidd á grundvelli 3. tl. í ákvæði til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 sbr. einnig ákvæði í kafla 4.5 í gildandi aðalskipulagi. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?