234. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 14. september 2015 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson ritari.
Dagskrá:
1. 1508015 - Umsókn um leyfi til flutnings á frístundahúsi
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.
2. 1508007 - Hlíðarfell - Umsókn um úthlutun byggingarreits
Skipulagsnefnd samþykkir byggingarreit á lóð, landnúmer 222820 í landi Hlíðarhaga samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
3. 1508016 - Knarrarberg - Menico ehf. - umsókn um leyfi fyrir byggingu saunahús og setja niður kaldan og heitan pott
Skipulagsnefnd vísar umsókninni í grenndarkynningu samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 1508021 - Umsókn um stofnun lóðar í landi Garðs
Erindið samþykkt.
5. 1509003 - Ósk um umsögn um stofnun lögbýlis úr jörðinni Hólakoti (lnr. 209252)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis í landi Hólakots, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
6. 1508004 - Tilkynning um gildistöku ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.15