Skipulagsnefnd

233. fundur 14. ágúst 2015 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

233. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. ágúst 2015 og hófst hann kl. 15:30

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri, Ómar Ívarsson embættismaður og Hákon Bjarki Harðarson 2. varamaður.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1508003 - Syðri-Varðgjá - Ósk um endurskoðun á fyrri afgreiðslu skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd frestar málinu. Sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.

2. 1507009 - Álfaslóð - Ármann Sigursteinsson - umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Jón Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindinu er hafnað þar sem starfsemin (leiga á gestahúsum) er ekki heimil á skilgreindum íbúðarsvæðum í aðalskipulagi. Þá er aðeins gert ráð fyrir einu einbýlishúsi innan hverrar íbúðarlóðar skv. gildandi deiliskipulagi Brúnalands-Leifsstaða.

3. 1506002 - Ytri-Varðgjá - Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir - ósk um að staðsetja frísundahús á landinu og langning vegar að landinu
Eftir að skipulagsnefnd hafði farið í vettvangskönnun var ákveðið að óska eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi vegtenginguna. Verði umsögnin jákvæð er framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir lagningu vegarins.
Varðandi staðsetningu frístundahúss er sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að kanna m.a. staðsetningu byggingarreits með tilliti til fjarlægðarmarka frá lóðarmörkum og skipulagi norðan sveitarfélagsmarka.

4. 1508004 - Tilkynning um gildistöku ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum
Erindinu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.15

 

Getum við bætt efni síðunnar?