Skipulagsnefnd

232. fundur 09. júní 2015 kl. 07:15 - 07:15 Eldri-fundur

232. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 8. júní 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1505027 - Hólshús - Sigurður Sigurbjörnsson - umsókn um leyfi til að staðsetja íbúðarhús að hluta utan byggingarreits
Umsækjanda er veitt heimild til að staðsetja íbúðarhús og bílgeymslu að hluta utan byggingarreits í samræmi við staðsetningu á innsendri afstöðumynd. Heimild er veitt á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem talið er að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

2. 1407019 - Umsókn um sérstakt fastanúmer í landi Bjargs
Umsóknin samþykkt.

3. 1505025 - Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Hólavegar
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina. Vakin er athygli á að ekki er heimilt að raska núverandi farvegi árinnar frá byrjun maí og til loka október skv. aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

4. 1506002 - Ytri-Varðgjá - Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir - ósk um að staðsetja frísundahús á landinu
Málinu frestað. Skipulagsnefnd ætlar í vettvangskönnun vegna umsóknarinnar.

5. 1506007 - Munkaþverá - Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir - ósk um að deiliskipulagstillaga Munkaþverárnámu verði tekin til afgreiðslu ásamt ósk um framkvæmdaleyfi fyrir 1.500 m3 efnistöku til bráðabirgða þar til skipulagið hefur verið afgreitt
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 1.500 m3 efnistöku til bráðabirgða er samþykkt.

6. 1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

7. 1506010 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - Nafn á nýstofnaða lóð í landi Háuborgar
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8. 1506013 - Þverá - Jón Bergur Arason - umsókn um malartöku í Þverá ytri
Erindinu er hafnað. Ekki er heimilt að taka efni úr ánni frá byrjun maí og til loka október samkvæmt aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

9. 1503023 - Rifkelsstaðir 2 - Rifkelsstaðir 2 ehf. - umsókn um leyfi til að byggja kálfahús
Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina að því tilskyldu að undirritað samþykki þinglýstra landeigenda liggi fyrir.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.25

Getum við bætt efni síðunnar?