Skipulagsnefnd

231. fundur 19. maí 2015 kl. 09:24 - 09:24 Eldri-fundur

231. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 18. maí 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson ritari.

Dagskrá:

1. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Skipulagsnefnd samþykkir legu göngu- og hjólastígs annars vegar og reiðstígs hinsvegar eins og er í skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar. Gert er ráð fyrir að stígarninr verði aðskildir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna breytingu á aðalskipulagi. Fulltrúi O listans SHL leggst gegn lagningu reiðstígs samhliða göngu- og hjólastíg.

2. 1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um leyfi til að sameina tvær lóðir og byggja gestahús á hinni sameinuðu lóð
Sveitarfélagið mun ekki láta vinna breytingu á deiliskipulagi en skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. 1505002 - Hreiðar Hreiðarsson - Ósk um úthlutun landnúmers - Grísará I
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

4. 1504030 - Hlynur Kristinsson - Umsókn um stöðuleyfi - Hestaleigan Kátur
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir umrætt aðstöðuhús til 1. október 2015.

5. 1505007 - Laugarengi í landi Torfufells - Davíð R. Ágústsson - ósk um lögbýlisrétt á spilduna
Skiplagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

6. 1504015 - Rein II - Valdimar Gunnarsson - umsókn um að markaður verður reitur á lóðinni fyrir byggingu bílskúrs
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

9. 1505011 - Sigtún - Sigurgeir Pálsson - Umsókn um úthlutun byggingarreits fyrir væntanlega fjósbyggingu
Erindið samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

10. 1505012 - Syðra-Gil - Eiríkur Helgason - Umsókn um úthlutun byggingarreits
Erindið samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

11. 1504008 - Akureyrarbær - kynning á aðalskipulagsbreytingu, frístundahús við Búðargil
Erindið lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.08

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?