Skipulagsnefnd

33. fundur 11. desember 2006 kl. 21:18 - 21:18 Eldri-fundur

33. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi föstudaginn 28. maí 2004,  kl. 16.30.
Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Sigurður Eiríksson, Valdimar Gunnarsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Erindi Samúels Jóhannssonar og Ragnhildar Ingólfsdóttur, dags. 25. maí 2004
í erindinu er farið fram á að mega hefja byggingarframkvæmdir á lóð úr landi Syðri-Varðgjár. Auglýst hefur verið breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðar-sveitar 1994 ? 2014, sem gerir ráð fyrir þremur byggingarlóðum í landi jarðarinnar. Frestur til athugasemda rennur út 7. júlí n. k.  í ljósi þess telur nefndin sér ekki fært að mæla með samþykkt erindisins.

 

2. Umsókn um leyfi til að stofna til lóðar undir einbýlishús í landi Jódísarstaða, dags. 18. maí 2004
Nefndin mælir með samþykkt erindisins.

 

3. Umsókn um leyfi til að byggja sumarhús á lóð úr landi Litla-Hamars, mótt. 20. maí 2004
Nefndin mælir með samþykkt erindisins.

 

4. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð úr landi Teigs, dags. 17. maí 2004
Afgreiðslu erindisins frestað.

 

5. Málefni íbúðarbyggðar í landi Leifsstaða og Brúarlands
Nefndin leggur til að ekki verði leyfð ný íbúðargata austan núverandi íbúðarbyggðar í landi Brúarlands. Hins vegar telur nefndin ásættanlegt að skipulögð verði byggð fyrir nokkur íbúðarhús sunnan og vestan núverandi bæjarhúsa jarðarinnar. þá telur nefndin hugmyndir að 42ja húsa byggð í Leifsstaðalandi of stóra í sniðum og ekki í takti við þær  áætlanir, sem til umfjöllunar eru í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.


6. Uppdráttur að nýrri reiðleið (stofnleið) á eystri bökkum Eyjafjarðarár að Melgerðismelum og inn Eyjafjarðardal ásamt nokkrum héraðsleiðum
Nefndin leggur til að auglýsing á nýrri reiðleið taki eingöngu til stofnleiðar frá Akureyri að Melgerðismelum. Héraðsleiðir verði skýrgreindar í endurskoðuðu aðalskipulagi.

 

7. Umsókn um leyfi til breyttrar landnotkunar á bújörðum og býlum, yfirlit
Lagt fram til kynningar.

 

8. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2003 - 2023, 4. - 5. kafli
(Lagt fram til kynningar á þessu stigi, verður aftur á dagskrá á næsta fundi).

Umræðu frestað.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15.

Getum við bætt efni síðunnar?