34. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 8. júlí 2004, kl. 09.45.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
Eftirfarandi málefni voru tekin til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 -2014
Auglýstar hafa verið eftirfarandi breytingar á gildandi aðalskipulagi og rann frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar út 7. júlí 2004:
A. Ytri-Varðgjá: Að leyfð verði bygging íbúðarhúss á lóð milli Ekru og Austurbergs og sumarhúss á lóð sunnan Ekru.
Engar athugasemdir bárust við þessa tillögu en í 27 fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. júlí er á það bent að lóðin sunnan Ekru geti vart talist byggingarhæf. Nefndin fellst á þessa ábendingu og mælir með að ekki verði samþykkt bygging á umræddri lóð.
B. Syðri-Varðgjá: Að leyfð verði bygging þriggja íbúðarhúsa á skika úr landi jarðarinnar. Skikinn liggur vestan þjóðvegarins. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Nefndin mælir með að hún verði samþykkt.
C. þverá I: Að leyfð verði bygging frístundahúsa á tveimur stöðum á landi jarðarinnar. Um er að ræða svæði sunnan golfvallarins, sem liggur að landamerkjum Reinar I og II, og annað svæði nokkru austan golfvallarina. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum þ. e. Matthildi Bjarnadóttur, Rein I og Emilíu Baldursdóttur, Syðra-Hóli. í báðum athugasemdunum er mótmælt þeirri stefnumótun, sem viðkomandi telja að felist í því að heimila skipulag frístundabyggðar á umræddum skipulagssvæðum. Nefndin telur að umrædd svæði hent vel til frístundabyggðar sér í lagi efra svæðið en ályktar jafnframt að til álita komi að takmarka fjölda húsa á því svæði við afgreiðslu á deiliskipulagstillögu, sem ekki liggur fyrir á þessu stigi.
2. Athugasemdir við deiliskipulagstillögur, sem auglýstar voru samhliða breytingu á aðalskipulagi sbr. 1. tl.
A. Ytri-Varðgjá: Sjá A lið 1. töluliðar.
B. Syðri-Varðgjá: Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. í 27. fundargerð byggingarnefndar frá 6. júlí s. l. er á það bent að í skilmálum deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að hús verði með tvíhalla þaki en lagðar hafi verið fram byggingarnefndar-teikningar af húsi með valmaþaki á lóð nr.1. Nefndin leggur til að í skilmálum verði gert ráð fyrir valmaþaki á öllum húsunum.
C. þverá I: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 11 húsum á reit sunnan golfvallarins. Nefndin leggur til að lóðir nr. 1, 2, 5 og 6, verði ekki leyfðar en tillagan verði að öðru leyti samþykkt.
3. Bygging frístundahúss í landi Leynings
Lögð hefur verið fram fyrir byggingarnefnd aðalteikning aðstöðuhúss á lóð úr landi Leynings (landnúmer 190895). Byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins þar sem byggingarskilmálar voru ekki fyrirliggjandi. Sveitarstjórn hefur með bréfi til byggingarfulltrúa dags. 10. júlí 2003 tilkynnt að samþykkt hafi verið bygging frístundahúss á umræddri lóð en skilmála var ekki getið. Nefndin samþykkir að byggja megi allt að 70 ferm. hús á umræddri lóð og að þakhalli megi vera allt að 30°
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.45.