228. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 23. febrúar 2015 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Benjamín Örn Davíðsson varamaður, Emilía Baldursdóttir varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Einnig sat Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur fundinn.
Dagskrá:
1. 1502010 - Eyjafjarðarsveit - tillaga að fundardögum skipulagsnefndar til vors 2015
Tillaga að fundardögum fram til vors lá fyrir fundinum.
Tillagan var samþykkt.
2. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Eigendur Háuborgar óska eftir undanþágu frá fjarlægðarmörkum vegna staðsetningar byggingarreits annarsvegar frá landamerkjum Bjargs og hins vegar frá Eyjarfjarðarbraut eystri sem jafnframt er stofnbraut. Lagður var fram rökstuðningur fyrir óskinni.
Skipulagsnefnd fellst á rökstuðning umsækjenda um að staðsetja íbúðarhús um 85 m frá miðlínu Eyjafjarðarbrautar eystri. Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar óski eftir undanþágu umhverfisráðherra frá gr. 5.3.2.5.d í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, en í þeirri grein segir að ekki sé heimilt að staðsetja íbúðir eða fríastundahús nær stofn- eða tengivegum en 100 m.
Skipulagsnefnd óskar eftir að byggingarreitur verði færður til suðurs svo staðsetning hans uppfylli 50 m fjarlægðarmörk frá landamerkjum Bjargs.
3. 1502018 - Hestamannafélagið Léttir - Ósk um efnistöku við Kaupangsbakka
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir tímabundnu leyfi til efnistöku í Eyjafjarðará fyrir landi félagsins á Kaupangsbakka til viðhalds reiðvegar á Kaupangsbökkum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 6. apríl 2010. Vakin er athygli á að endurnýja þarf leyfi frá Fiskistofu og Veiðifélagi Eyjafjarðarár.
4. 1412004 - Knarrarberg - Menico ehf. - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við vélageymslu auk breytinga á innra skipulagi efri hæðar byggingarinnar og notkun
Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
5. 1502021 - Öngulsstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og byggja íbúðarhús
Hákon Hákonarson óskar eftir heimild til að byggja íbúðarhús á jörðinni Öngulsstöðum 1 vegna búskapar. Jafnframt óskar hann eftir að taka frístundahúsasvæði FS13b í landi Öngulsstaða 1 úr notkun.
Skipulagsnefnd fellst á rök umsækjanda um byggingu íbúðarhúss. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að lokinni aðalskipulagsbreytingu þarf að leggja fram málsetta afstöðumynd af byggingarreit.
6. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Eigendur Syðra-Laugalands efra óska eftir leyfi til byggingar átta smáhýsa á landi sínu skv. meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagsuppdrætti. Jafnframt er óskað eftir að drögin að fari í lögformlegt ferli.
Afgreiðslu málsins er frestað og sveitarstjóra falið að ræða við eigendur um endurskoðun á staðsetningu húsanna.
7. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Eigendur Hvamms óska eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku á svæði ES31 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsnefnd heimilar eigendum Hvamms að hefja vinnu við deiliskipulag í samræmi við kafla 2.2.30 í greinargerð með Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30