32. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 5. apríl 2004 og hófst hann kl. 17:10
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð. Auk þess tóku þátt í umfjöllun um 1. lið dagskrárinnar þeir Jósavin Gunnarsson, byggingarfulltrúi, þórarinn ágústsson, framkv.st. Depils ehf. og Birkir Björnsson, byggingarstjóri Depils ehf.
1. Skipulagsmál og byggingarframkvæmdir í Brúnahlíð
Fulltrúar Depils ehf. gerðu grein fyrir stöðu mála. á framkvæmdastigi komu í ljós ákveðin vandamál sem við var brugðist en erfiðast hefur verið að losna við vatn, sem leitað hefur inn á svæðið. Depill ehf. annaðist á sinn kostnað hönnun gatnakerfisins og frá- og aðveitulagna. Byggingarfulltrúi taldi að vel hefði verið staðið að þeim þætti. Fundarmenn eru sammála um mikilvægi þess að fyrir liggi mjög skýrar verklagsreglur um skipulag á vegum einkaaðilum og framkvæmdir í kjölfar þess.
2. Tillaga að deiliskipulagi óshólmasvæðisins
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna nema hvað varðar skilyrði fyrir efnistöku. þar verði skýrt ákvæði þess efnis að landeigendum verði skylt að koma sér saman um hvernig að efnistökunni verði staðið. þannig er gert ráð fyrir að eignaraðilar lands myndi með sér samlag þar sem fyrirkomulag efnistökunnar er nánar skligreint svo og skipting milli eigenda.
3. Umsókn um leyfi til að byggja tvö frístundahús í landi Víðigerðis II
Nefndin mælir með að umsóknin verði samþykkt.
4. Fjörubyggðin
Meirihluti nefndarinnar leggur til að sveitarstjórn samþykki að leyfa skipulag íbúðarhverfis austan Eyjafjarðarbrautar eystri neðan Vaðlaskógar og nái byggðin frá þjóðvegi 1 að norðan og suður að núverandi frístundabyggð. Skipulagið verði unni í samstarfi við Björgun ehf., sem verið hefur í viðræðum við sveitarstjórn um skipulag svæðisins. Framhald þessa er þó háð því að fyrirtækið sýni fram á að leysa megi tæknileg atriði er varða frárennsli frá byggðinni.
Minnihlutin, Sigurður Eiríksson, telur að framkvæmdin hafi óafturkræfanleg neikvæð umhverfisáhrif og beri því að hafna hugmyndinni. Auk heldur sé nægilegt framboð byggingarlóða innan sveitarfélagsins.
Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20.