Skipulagsnefnd

31. fundur 11. desember 2006 kl. 21:17 - 21:17 Eldri-fundur

31. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi föstudaginn 12. mars 2004.  kl. 10:10

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Sigurður Eiríksson. Auk þeirra Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð, og Benedikt Björnsson, skipulagsráðgjafi.

 

 

Dagskrá.

1.  Umfjöllun um endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
2.  Umsókn um lóð við Skógartröð

 

Benedikt Björnsson hóf umfjöllun um enduskoðunina og gerði stutta grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið. Síðan fjallað um einstök mál sbr. eftirfarandi:

 

a. þéttbýli/dreifbýli. Reykárhverfi, ölduhverfi og Kristnessvæðið verði skilgreint sem  eitt þéttbýli á þéttbýlisuppdrætti.
í Kaupangshverfi verð gert ráð fyrir þéttingu byggðar og svæðið sýnt á sveitarfélags-uppdrætti II. þar verði þó ekki gert ráð fyrir hefðbundinni þéttbýlismyndun  eða samfelldu þéttbýli heldur stökum þyrpingum með fáum húsum og í tilvikum reitum þar sem val er um stærri lóðir. Lögð verði fram tillaga að skipulagi skógræktar á svæðin sem rammi inn byggðina og skipti henni í afmarkaða reiti. Hugmyndafræðin að baki þessari tillögu verði nánar skilgreind í greinargerð. Frekari bygging stakra húsa eða íbúðakjarna verði ekki leyfð nema á grundvelli deiliskipulags af öllu svæðinu í heild.

 

b.Takmarkanir vegna skógræktar. Svæðisskipulag Norðurlandsskóga er í vinnslu. Hafi það hlotið staðfestingu nógu snemma verði til þess vísað í greinargerðinni eða greint frá efni þess eftir því sem  ástæði þykir til.

 

c. Stök hús á bújörðum. Núgildandi reglur verði yfirfarnar af nefndinni.

 

d. Frístundasvæði. Nefndin telur ekki þörf á fleiri skipulögðum frístundasvæðum. Hins vegar telur hún enga þör á að setja hömlur við byggingu stakra frístundahúsa á bújörðum enda hamli þau ekki búrekstrinum eða rýri nýtingu lands til annarra hluta.

 

2. Umsókn um lóð við Skógartröð

Sindri B. Hreiðarsson sækir um lóðina nr. 3. Nefndin mælir með að honum verði veitt lóðin.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:10

Getum við bætt efni síðunnar?