29. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 29. jan. 2004 kl. 17.25.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
Dagskrá:
1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúnahlíðar, athugasemdir
2. Beiðni um leyfi til skipulagningar frístundabyggðar í landi þverár II
3. Reiðvegir
Afgreiðsla:
1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúnahlíðar
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rann út 23. jan. s. l. og bárust athugasemdir frá 5 aðilum. Nefndin frestar að taka afstöðu til athugasemdanna en felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga hjá seljanda lóðanna um þau atriði breytingartillögunnar sem athugasemdir eru gerðar við.
2. Beiðni um leyfi til skipulagningar frístundabyggðar í landi þverár II
Svæðið sem um ræðir er austan golfvallarsvæðisins sunnan þverárinnar. Nefndin mælir með að umsækjanda verði heimilað að taka svæðið undir frístundabyggð enda leggi hann fram fullnægjandi skipulagsgögn. Sú kvöð verði á að umsækjandi tryggi greiða rekstrarleið til réttar að þverá sem samþykkjast þarf af sveitarstjórn.
3. Reiðvegir
Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu. í minnisblaði sem lá fyrir fundinum kemur fram að hann hefur rætt við landeigendur á svæðinu frá Rifkelsstöðum að Stóra-Hamri (að undanteknum eigendum Klaustursnessins). þar kemur fram að þeir leggjast ekki gegn leiðinni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eins og þeim að farið verið á fyllingum framan árbakkans á ákveðnum stöðum og leitað verði leiða samhliða lagningu reiðvegarins að verjast frekara landbroti eins og t. d. framan við Stóra-Hamarsjarðirnar. á þessu stigi málsins liggja engar upplýsingar fyrir um hugsanlegan kostnað við fyllingar og fyrirhleðslur. Nefndin telur hins vegar að tillaga að vegi á austurbakka Eyjafjarðarár frá Akureyri og allt að Melgerðismelum sé góð lausn náist um hana viðunandi sátt en telur nauðsynlegt að fyrir liggi vísbendingar um kostnað áður en endanleg afstaða er tekin til hennar. Jafnframt þarf að huga að tenginu héraðsleiða vestan ár við stofnleiðina (vað/brýr). Sveitarstjóra falið að afla enn frekari gagna um þessi atriði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10