Skipulagsnefnd

225. fundur 12. nóvember 2014 kl. 08:42 - 08:42 Eldri-fundur

225. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 10. nóvember 2014 og hófst hann kl. 15:09.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1411002 - Gröf - Karl Ólafsson - ósk um byggingarleyfi f. íbúðarhús m. bílskúr, gróðurhús og kartöflugeymslu
Erindi frá Karli Ólafssyni og Þórunni Rafnar þar sem þau óska eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhús ásamt fleiru á eignarlandi þeirra í landi Grafar.
Erindinu frestað og óskað eftir nánari gögnum.

2. 1411009 - Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsnefnd
Nefndin fór yfir áætlaðan kostnað vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Samtals er óskað eftir í óbundna liði kr. 1.320.000.

3. 1410017 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - umsókn um leyfi til byggingar gestahúss
Erindinu frestað og óskað eftir gögnum um stærð húss og fjarlægð frá lóðarmörkum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?