Skipulagsnefnd

28. fundur 11. desember 2006 kl. 21:16 - 21:16 Eldri-fundur

28. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 8.des. 2003 kl. 16.30.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Sigurður Eiríksson.
Fundargerð skráði Bjarni Kristjánsson.



Dagskrá.
1. Greinargerð með nýju aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit
2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004
3. Starfsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2004
4. Tillaga að gjaldskrá tengigjalda fyrir hita- og vatnsveitu
5. Erindi hestamannafélaganna Funa og Léttis

Afgreiðsla.
1. Greinargerð með nýju aðalskipulagi fyrir Eyjafjarðarsveit
Fyrir liggja frumdrög að greinargerð sem unnin eru af Benedikt Björnssyni, arkitekt. Af þeim er ljóst að mikil og tímafrek vinna er framundan fyrir nefndina áður en unnt verður að leggja drögin fram sem tillögu til sveitarstjórnar. Nefndin leggur til að sveitarstjóra verði falið að yfirfara fyrstu þrjá kafla draganna, sem í megindráttum snúa að stefnumörkun og kynna nefndinni sína niðurstöðu fyrir lok jan. 2004. Jafnhliða mun nefndin skipta með sér að yfirfara aðra kafla greinargerðarinnar.

2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004

Nefndinni hefur af sveitarstjórn verið aflið að vinna fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 á grundvelli rammaáætlunar. úthlutaður rammi er kr. 2.400 þús. þar af eru bundnir liðir kr. 2.366 þús. Nefndin telur sér ekki annað fært en leggja til að heildarramminn hækki um kr. 1.527 þús. þar sem fyrir liggur að kostnaður við byggingareftirlit hækkar verulega umfram verðlagsforsendur og meira fjármagn þarf til að unnt vrði að ljúka við endurskoðun aðalskipulagsins á fjárhagsárinu, sjá nánar fsk. 1.

3. Starfsáætlun fyrir árið 2004.
Starfsáætlunin samþykkt sbr. fylgiskjal 2.

4. Gjaldskrá fyrir hita- og vatnsveitu Eyjafjarðarsveitar, heimlagnargjöld
Fyrirliggjandi drög samþykkt sbr. fsk. 3.

5. Erindi frá hestamannafélögunum Funa og Létti
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.



Fundi slitið kl. 18.10

Getum við bætt efni síðunnar?