224. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 13. október 2014 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson.
Dagskrá:
1. 1409004 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025.
Á 545. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 1.10.2014 var samþykkt að hefja skuli endurskoðun aðalskipulags Eyjafjrðarsveitar 2005-2025 eigi síðar en 1. janúar 2016. Jafnframt er skipulagsnefnd falið að gera áætlun um umfang, verktíma og kostnað verkefnisins.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að hefja öflun viðeigandi gagna til að hægt sé að meta umfang verksins.
2. 1409021 - Hlíðarhagi - Guðrún B. Jóhannesdóttir - beiðni um stofnun lóðar
Guðrún B. Jóhannesdóttir óskar eftir heimild til að stofna lóð í landi Hlíðarhaga. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur frá 11.9.2014 og er stærð lóðarinnar 1.000 fm. Landskikinn verður leigulóð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
3. 1410004 - Norðurorka - Beiðni um formlega stofnun lóða undir mannvirki Norðurorku hf. - Ytra-Laugaland og Hrafnagil
Í erindi dags. 1.10.2014 óskar Norðurorka eftir leyfi til stofnunar þriggja lóða undir mannvirki fyrirtækisins. Tvær lóðanna eru á landi Ytra-Laugalands og ein á Hrafnagili. Með umsókninni fylgja afrit af kaupsamningum um kaup á tveimur spildum úr landi Ytra-Laugalands aðra undir dælustöð með fastanúmer 215-9891 og hina undirloftskilju. Einnig spildu úr landi Hrafnagils undir vatnstank. Uppdrættir sem sýna hnit lóðamarka fylgja umsókninni auk þriggja umsókna um stofnun lóðanna undirritaðar af eigendum jarðanna.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
4. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Erindinu frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:55