Skipulagsnefnd

27. fundur 11. desember 2006 kl. 21:14 - 21:14 Eldri-fundur

27. fundur skipulagsnefndar er haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 7. okt. 2003,  kl. 17.00.

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Sigurður Eiríksson.
Fundargerð skráði Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

 

 

Dagskrá.

1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Leifsstaða- brúnum
2. Erindi Elvu Sigurðardóttur, dags. 22. sept. 2003, um vegtengingu sumarbústaðar í landi Höskuldsstaða
3. Svar Vegagerðarinnar dags. 22. sept. 2003 við erindi sveitarstjórnar dags. 17. sept. um tengingar fyrirhugaðra lóða í landi Ytri- og Syðri-Varðgjár við Veigastaðaveg

 

Afgreiðsla.

1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Leifsstaða-brúnum
Tillagan gerir ráð fyrir að vegtenging frá Leifsstaðavegi og niður fyrir nyrstu lóðirnar verði felld niður en þess í stað tengjast þrjár þeirra með vegi sem liggur ofan þeirra, en sú nyrsta tengjast vegi neðan frá ásamt nýrri lóð sem verður nr. 6. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt sem minni háttar.

 

2. Erindi Elvu Sigurðardóttur, dags. 22. sept. 2003
Nefndin leggur til að umsækjanda verði heimiluð vegtenging við þjóðveg 829 til móts við heimreið að ásum.

 

3. Svar Vegagerðarinnar, dags. 22. sept. 2003 við erindi sveitarstjórnar dags. 17. sept. 2003
Afgreiðslu á erindi Egils Jónssonar, Syðri-Varðgjá, um þrjár lóðir í landi jarðarinnar neðan Veigastaðavegar og vegtengingu þeirra, var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og samþykkt að leita álits Vegagerðarinnar. Jákvætt svar Vegagerðarinnar liggur nú fyrir og leggur nefndin til að erindið verði samþykkt.

í erindi sveitarstjórnar til Vegagerðarinnar, dags. 17. sept. 2003, var þeirri fyrirspurn jafnframt beint til hennar hvort hún samþykkti vegtengingu tveggja nýrra lóða í landi Ytri-Varðgjár. Lóðirnar eru sitt hvoru megin við Ekru. Vegagerðin telur lóðarmörk of nálagt vegi (nær en 15 m) og vísar jafnframt til þeirrar reglu að ekki skuli vera minna en 100 m á milli tenginga við tengiveg í dreifbýli. Nefndin leggur til að eiganda umræddra lóða verði gert að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar og leita til Vegagerðarinnar um undanþágu frá fjarlægðarmörkum milli vegtenginga.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17. 50

Getum við bætt efni síðunnar?