Skipulagsnefnd

223. fundur 25. september 2014 kl. 08:48 - 08:48 Eldri-fundur

223. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar 
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 22. september 2014 og hófst hann kl. 15:17.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1. 1409013 - Kroppur-Benedikt I. Grétarsson-ósk um nafnabreytingu
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2. 1409004 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025.
Skipulagsnefnd leggur til að aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar verði endurskoðað. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið frá þvi að núgildandi aðalskipulag tók gildi árið 2005. Nýtt svæðisskipulag Eyjafjarðar tók gildi í janúar 2014. Landsskipulagsstefna er í mótun.

3. 1409021 - Hlíðarhagi - Guðrún B. Jóhannesdóttir - beiðni um stofnun lóðar
Fullnægjandi gögn ekki fyrirliggjandi. Málinu frestað.

4. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Nefndinni kynnt staða málsins. ákveðið að fá endanlegt kort af fyrirhugaðri leið.

5. 1409007 - Landsskipulagsstefna
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:08

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?